Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. janúar 2021 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Parker: Ivan Cavaleiro átti að skora
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Scott Parker var vonsvikinn eftir 0-1 tap Fulham gegn Chelsea er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fulham átti flottan leik en spilaði síðari hálfleikinn manni færri.

Parker er svekktur að Ivan Cavaleiro hafi ekki nýtt dauðafæri sem hann fékk og segist um leið vera afar stoltur af sínum mönnum fyrir frammistöðuna.

„Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og svo fékk Ivan Cavaleiro dauðafæri. Við verðum að nýta svona færi en ég er ekkert nema stoltur af strákunum fyrir frammistöðuna í dag. Þeir gerðu virkilega vel undir erfiðum kringumstæðum og eiga hrós skilið," sagði Parker.

„Við vissum að við myndum fá færi en því miður nýttum við þau ekki."

Antonee Robinson var rekinn af velli skömmu fyrir leikhlé og segist Parker ekki vilja tjá sig fyrr en hann sér tæklinguna sjálfur.

„Antonee er vonsvikinn en hann er ungur og lærir af þessu. Mér fannst þetta ekki rautt þegar þetta gerðist en ég vil ekki tjá mig fyrr en ég sé atvikið endursýnt. Ég er ánægður með að menn séu tilbúnir til að fórna sér í tæklingar en það er fín lína á milli þess að vera harður og grófur."

Fulham er í fallsæti með 12 stig eftir 17 umferðir á tímabilinu, fjórum stigum eftir Burnley og fimm eftir Brighton en með tvo leiki til góða.

„Við erum bara að hugsa um okkur sjálfa. Við erum ekkert að spá í liðunum í kringum okkur. Við höfum enga stjórn á því sem önnur lið gera."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner