mán 16. janúar 2023 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birta Birgis og Jóhanna Lind í Víking (Staðfest)
Við undirskrift
Við undirskrift
Mynd: Víkingur
Í dag tilkynnti Víkingur að tveir leikmenn hefðu fengið félagaskipti til Víkings. Það eru þær Birta Birgisdóttir og Jóhanna Lind Stefánsdóttir og munu þær koma til með að hjálpa liðinu á komandi tímabili í Lengjudeildinni.

„Þær búa báðar að töluverðri reynslu í meistaraflokki og hafa verið iðnar við markaskorun fyrir sín fyrri lið," segir í frétt á heimasíðu Víkings.

Jóhanna Lind steig sín fyrstu skref í fótbolta á Neskaupsstað og lék með Þróttu upp allra yngri flokkana. Í meistaraflokki lék hún með sameiginilegu liði Fjarðabyggð/Hetti/Leikni árin 2017-2021. Þá skipti hún yfir í Keflavík þarsíðasta sumar en missti út stærstan hluta síðasta sumar svegna meiðsla.

Alls eru KSÍ leikirnir 67 og mörkin 27 hjá Jóhönnu sem fædd er árið 2001.

Birta byrjaði sinn feril hjá Þrótti Reykjavík en steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Augnabliki. 2021 skipti hún yfir í Gróttu og lék svo sumarið 2022 með Haukum. KSÍ leikir hennar eru 92 og mörkin sextán.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner