Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. janúar 2023 13:30
Elvar Geir Magnússon
Chelsea hefur áhuga á tveimur leikmönnum Brighton
Mynd: EPA
Chelsea hefur sýnt tveimur leikmönnum Brighton áhuga, þeim Moises Caicedo og Leandro Trossard.

Á sunnudag tilkynnti Chelsea sín fjórðu leikmannakaup í janúarglugganum, Mykhailo Mudryk er keyptur frá Shaktar Donetsk.

Trossard, sem er 28 ára belgískur vængmaður, var í fréttunum í liðinni viku en hann lenti upp á kant við Roberto De Zerbi, stjóra Brighton. De Zerbi segir að hugarfar Trossard sé slæmt.

Samningur leikmannsins rennur út eftir tímabilið en Brighton er með möguleika á að virkja klásúlu um að framlengja samninginn um tólf mánuði.

Caicedo á þrjú ár eftir af sínum samningi en þessi 21 árs miðjumaður er hugsaður sem mögulegur arftaki N'Golo Kante hjá Chelsea.

Graham Potter, stjóri Chelsea, var með stjórnartaumana hjá Brighton áður en hann var ráðinn til að taka við af Thomas Tuchel á Stamford Bridge í september.
Athugasemdir
banner
banner
banner