Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 16. janúar 2023 11:20
Elvar Geir Magnússon
„Ég er algjörlega orðlaus“ - Táningurinn Gavi hélt sýningu gegn Real Madrid
Í gær tapaði vann Barcelona 3-1 sigur á Real Madrid í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins

Hinn átján ára gamli Gavi var án nokkurs vafa maður leiksins, þrátt fyrir að spila í óvanalegri stöðu á vinstri vængnum. Hann fór illa með Dani Carvajal trekk í trekk.

„Ég er algjörlega orðlaus," sagði Xavi, stjóri Barcelona, eftir leikinn.

„Hann er hrein ástríða. Ég er með óbragð í munninum þegar hann spilar ekki. Hann hefur gríðarleg áhrif á allt liðið og hann er bara átján ára."

„Það er magnað hvað hann setur mikið hjarta í verkefnið. Gavi er strákur sem gerir alla spennta. Hann leggur sál og karakter í leikina og það smitar út frá sér. Hann er með meðfædda leiðtogahæfileika. Ég þreytist ekki á að hrósa honum. Þessi strákur hefur ekkert þak."

Tölfræðin talar sínu máli:

Athugasemdir
banner