
Leikmenn Arsenal fögnuðu 2-0 sigri liðsins á Tottenham með öðruvísi móti en áður en liðið sendi Beth Mead, leikmanni kvennaliðsins, fallega kveðju.
Mead, sem var besti leikmaður Englands er liðið vann Evrópumótið í sumar, missti móður sína á dögunum eftir erfið veikindi.
Hún er sjálf að glíma við krossbandsslit og því að ganga í gegnum erfiða tíma. Mead er á mála hjá Arsenal og kemur til greina sem besti leikmaður ársins hjá FIFA.
Rob Holding, leikmaður Arsenal, birti mynd úr klefanum eftir 2-0 sigurinn á Tottenham, en þar stóðu leikmenn með treyju sem var merkt „Við hugsum til þín, Beth Mead“ .
Fallegur gjörningur hjá leikmönnum Arsenal.
Rob Holding’s IG story: the Arsenal players with a shirt reading “Thinking of you Beth” after today’s NLD win. pic.twitter.com/Od2KgaYa8Y
— Adam Millington (@AdamGMillington) January 15, 2023
Athugasemdir