Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 16. janúar 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
„Man Utd er 100 prósent í titilbaráttunni“
Mynd: EPA
Manchester United er komið í titilbaráttuna eftir örlítið ryðgaða byrjun á tímabilinu en þetta segir Stuart Pearce á talkSport.

United tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu en síðan þá hefur liðið litið hrikalega vel út.

Liðið er í góðu formi þessa stundina og aðeins sex stigum frá toppliði Arsenal.

United vann mikilvægan, 2-1, sigur á Manchester City um helgina og er næsti leikur einmitt gegn Arsenal, en Pearce, sem spilaði árum áður með Man City, segir að United sé nú komið í titilbaráttuna.

„Ég var spurður að nákvæmlega sömu spurningu fyrir leikinn og ég sagði að ef þeir vinna gegn Man City að þá væru þeir 100 prósent í titilbaráttunni,“ sagði Pearce á talkSport.

„Þeir mæta Arsenal í næstu viku og ég skal segja þér það að það verður svakalegur leikur fyrir okkur sem erum að horfa. Þeir eru á þvílíkri siglingu í þessari deild og eru klárlega í titilbaráttunni,“ sagði hann enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner