Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. janúar 2023 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Mudryk gerði átta og hálfs árs samning við Chelsea
Hluti af upphæðinni sem Chelsea borgaði fyrir Mudryk rann til úkraínska hersins.
Hluti af upphæðinni sem Chelsea borgaði fyrir Mudryk rann til úkraínska hersins.
Mynd: Getty Images

Félagsskipti Mykhailo Mudryk frá Shakhtar Donetsk til Chelsea fyrir um 100 milljónir evra hafa ekki farið framhjá neinum íþróttaáhugamanni með internettengingu.


Upphaflegt kaupverð er lægra en heildarupphæðin mun nema 100 milljónum evra ef Chelsea vinnur annað hvort ensku úrvalsdeildina eða Meistaradeild Evrópu með Mudryk innanborðs.

Það hjálpar Shakhtar að Mudryk gerði langtímasamning við Chelsea, sem gildir í hvorki meira né minna en átta og hálft ár - eða til sumarsins 2031. Chelsea gerði á dögunum sjö og hálfs árs samning við franska miðvörðinn Benoit Badiashile og hefur haft þessa stefnu undanfarin misseri að gera óvenju langa samninga við nýja leikmenn sína.

Þetta er gert í tilraun til að spara peninga sem önnur félög eyða í að endursemja við lykilmenn sína og þá gefur þetta félaginu einnig meira vald í viðræðum þegar önnur félög vilja kaupa leikmenn frá Chelsea.

Í fótboltaheiminum tíðkast að gera fjögurra eða fimm ára samninga við nýkeypta lykilmenn, ekki átta eða níu ára samninga.


Athugasemdir
banner
banner