Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 16. janúar 2023 12:30
Elvar Geir Magnússon
Segir Dan Burn einn besta varnarmann deildarinnar
Dan Burn, varnarmaður Newcastle.
Dan Burn, varnarmaður Newcastle.
Mynd: Getty Images
Stephen Kelly, fyrrum varnarmaður í ensku úrvalsdeildinni, segir að Dan Burn hjá Newcastle eigi mikið hrós skilið fyrir sinn þátt í velgengni liðsins á tímabilinu.

Kelly ræddi málin við hlaðvarpsþátt breska ríkisútvarpsins.

„Ég var hjá Fulham þegar félagið keypti Dan Burn frá Darlington. Hann kom inn og var í kringum aðalliðið. Við vorum líka með Chris Smalling á þessum tíma og hann fékk skiptin til Manchester United," segir Kelly.

„Dan kom inn, þessi stóri ungi maður. Maður sá það ekki fyrir á þeim tíma að hann yrði einn besti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar."

Burn er þrítugur og kom til Newcastle frá Brighton í janúarglugganum f yrir ári síðan.
Athugasemdir
banner