Freyr Alexandersson ræddi við KSÍ um landsliðsþjálfarastarfið áður en hann tók við sem þjálfari Brann í Noregi.
Í ferlinu hjá KSÍ var rætt við tvo íslenska þjálfara en þegar Freyr tók við Brann var ljóst í hvað stefndi. Arnar Gunnlaugsson var í gær svo tilkynntur sem nýr landsliðsþjálfari.
Í ferlinu hjá KSÍ var rætt við tvo íslenska þjálfara en þegar Freyr tók við Brann var ljóst í hvað stefndi. Arnar Gunnlaugsson var í gær svo tilkynntur sem nýr landsliðsþjálfari.
Freyr var í viðtali á Fótbolta.net í gær þar sem hann fór yfir dagana fyrir ráðninguna hjá Brann.
Hvernig leið þér þessa daga áður en þú tekur við Brann?
„Mér leið ágætlega. Það var mikið að hugsa um, stórar ákvarðanir framundan. Miklar tilfinningar. Ég varð alltaf hrifnari og hrifnari af þessu verkefni hjá Brann og Bergen sem bæ að búa í. Þetta var ótrúlega spennandi. En á sama tíma hef ég aldrei farið leynt með tilfinningar mínar gagnvart íslenska landsliðinu," sagði Freyr.
Freyr starfaði áður sem þjálfari kvennalandsliðsins og sem aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsliðsins.
„Þetta var tilfinningaríkt en svo var það þannig að það var engin spurning að ég myndi velja Brann. Ég gaf knattspyrnusambandinu alveg langan tíma áður en ég gaf þeim lokafrest til að geta selt mér það endanlega að koma þangað. Ég var seldur á það að fara til Brann og þá var ekki eftir neinu að bíða fyrir mig. Þeir voru búnir að sýna mér mikla þolinmæði og virðingu. Ég stóð við mín orð þar og er mjög ánægður með það."
Áttum frábæran fund
Freyr segist hafa átt mjög góðan fund með KSÍ þar sem hann kynnti sínar hugmyndir. Á endanum tekur hann við Brann.
„Ég ætla ekkert að fara inn í það þar sem það væri bara ósmekklegt," segir Freyr aðspurður að því hvort KSÍ hafi boðið honum starfið. „Það sem ég get sagt er að við áttum frábæran fund og ég er ekki bara að segja það til að segja það."
„Þeir sem þekkja mig vita hvernig ég kem undirbúinn á svona fundi. Ég fékk að heyra það frá stjórn KSÍ að þau voru mjög heilluð af því sem ég hafði fram að færa. Ég hef ekkert nema gott að segja um Þorvald (formann KSÍ) og stjórnina sem sat þann fund með mér. Þau taka svo bara ferlið í þá átt sem þau vilja. Ég segi og meina það að ég er virkilega hamingjusamur fyrir þann aðila sem er að taka við liðinu og ég styð stjórn KSÍ og landsliðið heilshugar."
„Ég var ofdekraður að vera í þeirri stöðu að geta valið um eitthvað ótrúlega spennandi frá því daginn eftir að ég er rekinn. Maður er ekki alltaf í þannig stöðu og á ekki að taka því sem sjálfsögðum hlut," segir Freyr.
Athugasemdir