Mohamed Salah mun fá risatilboð frá Arabíuskaganum, tveir sóknarmenn sem eru á lista Arsenal eru nafngreindir og Napoli vill fá tvo leikmenn frá Manchester United.
Egypski framherjinn Mohamed Salah (32) verður boðið að fá 65 milljónir punda fyrir tvö tímabil ef hann yfirgefur Liverpool fyrir Sádi-Arabíu í sumar. (Sun)
Real Madrid er hætt að reyna að fá Trent Alexander-Arnold (26) frá Liverpool og þessum glugga og mun snúa sér aftur að enska varnarmanninum í sumar. (Relevo)
Arsenal er að íhuga valkosti til að styrkja sókn sína en á listanum eru Viktor Gyökeres (26) hjá Sporting og Bryan Mbeumo (25) hjá Brentford. (L'Equipe)
Napoli ætlar að taka þátt í kapphlaupinu um að fá Marcus Rashford framherja (27) frá Manchester United, 27 ára. (Sun)
Manchester United mun ekki leyfa Rashford að ganga til liðs við einn af keppinautum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea, Tottenham og West Ham hafa sýnt áhuga á að fá framherjann á láni. (Star)
Napoli er bjartsýnt um að fá Alejandro Garnacho (20) frá Manchester United og hefur boðið argentínska kantmanninum fimm ára samning. (Il Mattino)
Ítalska félagið mun mæta samkeppni frá Tottenham um Garnacho. (Football Transfers)
Brasilíski framherjinn Neymar (32) hjá Al-Hilal hefur rætt við þrjú bandarísk MLS-deildarfélög. Þar á meðal Chicago Fire. (ESPN)
Brighton hefur lýst yfir áhuga á enska miðverðinum Tosin Adarabioyo (27) sem gekk til liðs við Chelsea í júlí. (Mail)
Milos Kerkez (21), vinstri bakvörður Bournemouth, er hlynntur því að fara til Liverpool fram yfir Manchester City og Manchester United. Bournemouth er talið vilja fá um 50 milljónir punda fyrir þennan ungverska varnarmann. (The i)
Deportivo La Coruna hefur hafnað tilboði frá Chelsea í spænska kantmanninn Yeremay Hernandez (22). (Metro)
City Football Group, móðurfélag Manchester City, er í viðræðum um að kaupa Juma Bah (18) sem er á láni hjá Real Valladolid frá AIK Freetong, í heimalandi sínu, Síerra Leóne. (ESPN)
Leit West Ham að framherja gæti leitt til þess að þeir geri tilboð í Rodrigo Muniz (23), brasilískum framherja Fulham. (Standard)
West Ham vill selja framherjann Luis Guilherme (18) aðeins sjö mánuðum eftir að hafa keypt hann. (Times)
Manchester United hefur átt í viðræðum við nokkur félög, þar á meðal Real Betis, um mögulega sölu á brasilíska kantmanninum Antony (24). (Sun)
Ólíklegt er að Chelsea kaupi enska varnarmanninn Marc Guehi (24) frá Crystal Palace í þessum mánuði eftir að hafa kallað Trevoh Chalobah (25) úr láni á Selhurst Park. (Mail)
Newcastle United hefur hafnað 11 milljón punda tilboði frá Fenerbahce enska varnarmanninn Lloyd Kelly (26). (Athletic)
Aston Villa hefur hafið viðræður við enska miðjumanninn Louie Barry (21) árs, um nýjan samning vegna áhuga frá Celtic. (Football Insider)
Axel Disasi (26) miðvörður Chelsea og Frakklands er undir smásjám Juventus, Atalanta og Bayer Leverkusen. (Caught Offside)
West Ham vill fá nígeríska framherjann Taiwo Awoniyi (27) frá Nottingham Forest. (Florian Plettenberg)
MLS liðið Atlanta United vonast til að endurheimta Miguel Almiron (30) og gæti borgað Newcastle um 11 milljónir punda. (Athletic)
Galatasaray hefur sett sig í samband við Astron Villa vegna mögulegum kaupum á brasilíska varnarmanninum Diego Carlos (31). (Fabrizio Romano)
Celtic er nálægt því að ná munnlegu samkomulagi við skoska vinstri bakvörðinn Kieran Tierney (27) hjá Arsenal en samningur hans rennur út í lok tímabilsins. Skosku meistararnir reyna einnig að fá hann á láni í þessum mánuði. (Sky Sports)
Everton, Burnley og Sheffield United hafa öll áhuga á að fá Tom Cannon (22) framherja Leicester City eftir að írski landsliðsmaðurinn var kallaður heim úr lánstíma hjá Stoke City. (Mail)
Athugasemdir