Vitor Pereira, stjóri Wolves, hefur staðfest að Mario Lemina hafi beðið um að yfirgefa félagið í þessum glugga.
Lemina er 31 árs gamall miðjumaður sem var fyrirliði Úlfanna eða alveg þar til í síðasta mánuði.
Hann gekk af göflunum eftir leik liðsins við West Ham og var í kjölfarið sviptur bandinu.
Samkvæmt ensku miðlunum er Al Shabab í Sádi-Arabíu á eftir honum og hefur hann nú formlega tilkynnt Pereira að hann vilji ekki vera áfram.
„Ég get ekki spilað leikmanni sem segist ekki í nægilega góðu andlegu ástandi til að hjálpa liðinu. Ég get ekki spilað leikmanni sem kemur til mín og segir þetta. Hann segist vilja fara.“
„Ég þarf ekki á leikmanni að halda sem hefur þessa orku og þetta hugarfar. Ég væri frekar til í að gefa einhverjum, sem er skuldbundinn liðinu, tækifæri,“ sagði Pereira.
Athugasemdir