Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. febrúar 2020 22:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marega fór af velli út af kynþáttafordómum
Reynt var að halda aftur af Marega sem fékk sig fullsaddann af kynþáttafordómum.
Reynt var að halda aftur af Marega sem fékk sig fullsaddann af kynþáttafordómum.
Mynd: Getty Images
Moussa Marega, sóknarmaður Porto, skoraði sigurmarkið og gekk svo af velli út af meintum kynþáttafordómum í leik gegn Vitoria SC í portúgölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Marega fagnaði marki sínu á 60. mínútu með því að hlaupa að stuðningsmönnum heimaliðsins og benda á framhandlegg sinn. Það veikti reiði stuðningsmanna Vitoria og köstuðu þeir alls konar hlutum að Marega.

Á 68. mínútu þurfti að stöðva leikinn þar sem Marega ætlaði sér að ganga af velli. Liðsfélagar hans reyndu að róa hann og koma í veg fyrir að hann myndi fara út af.

Hann vildi ekki spila leikinn lengur og varð honum að lokum að ósk sinni. Hann fékk skiptingu og fór inn í búningsklefa.

Marega sagði á Instagram eftir leik að hann hefði orðið fyrir kynþáttafordómum.

Hér að neðan má sjá myndband.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner