Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. febrúar 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðar ætlaði að taka víti en VAR kom í veg fyrir það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson kom inn á sem varamaður í tapi Yeni Malatyaspor gegn Galatasaray í tyrknesku úrvalsdeildinni í dag.

Galatasaray náði forystunni þegar Adem Büyük skoraði úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiksins.

Viðar kom inn á fyrir seinni hálfleikinn, en í seinni hálfleiknum fékk Yeni Malatyaspor dæmda vítaspyrnu. Viðar Örn ætlaði sér að taka spyrnuna og skora þar með sitt fyrsta mark fyrir félagið. Er Viðar var að fara að taka spyrnuna var hún hins vegar dæmd af.

Atvikið var skoðað í VAR og þar kom í ljós að leikmaður Yeni Malatyaspor var rangstæður í aðdragandanum. Vítaspyrnan var því dæmd af.

„Eftir þriggja mínútu reikistefnu um hver ætti að taka spyrnuna fór VÖK á punktinn. Svo bara púff! Ekki víti.. VAR segir það," skrifar Tómas Sjöberg á Twitter.

Viðar hefur nú spilað þrjá leiki með Yeni Malatyaspor. Hann er þar í láni út tímabilið frá Rostov í Rússlandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner