Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. febrúar 2020 17:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tyrkland: Viðar kom inn á í tapi gegn Galatasaray
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson kom inn á sem varamaður þegar Yeni Malatyaspor tapaði gegn Galatasaray.

Malatyaspor var í heimsókn í Istanbúl. Galatasaray náði forystunni þegar Adem Büyük skoraði úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiksins.

Viðar var settur inn á í hálfleik fyrir Gökhan Töre, en það voru ekki fleiri mörk skoruð í leiknum. Lokatölur því 1-0 fyrir Galatasaray, sem er í þriðja sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum frá toppliði Trabzonspor.

Viðar Örn og félagar sitja í tíunda sæti deildarinnar eftir þrjá tapleiki í röð.

Viðar hefur nú spilað þrjá leiki með Yeni Malatyaspor. Hann er þar í láni út tímabilið frá Rostov í Rússlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner