Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 16. febrúar 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Bayern íhugar að framlengja við Choupo-Moting
Eric Maxim Choupo-Moting
Eric Maxim Choupo-Moting
Mynd: Getty
Þýska félagið Bayern München er alvarlega að íhuga að bjóða Eric Maxim Choupo-Moting nýjan samning á næstu vikum en þetta kemur fram í Kicker.

Choupo-Moting er 31 árs gamall og uppalinn hjá Hamburger SV í Þýskalandi.

Hann hefur meðal annars spilað með Nürnberg, Schalke og Mainz í Þýskalandi en hann gekk til liðs við Stoke City árið 2017 og féll með liðinu tæpu ári síðar.

Þrátt fyrir það þá náði hann að landa samning hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi. Hann spilaði 51 leik og skoraði 9 mörk á tíma sínum þar áður en hann yfirgaf liðið eftir síðasta tímabil.

Þýska stórveldið Bayern München fékk hann á frjálsri sölu eftir tímabilið og þótti það heldur óvænt. Hann hefur spilað 17 leiki, skorað 3 mörk og lagt upp 1 en samningur hans við félagið rennur út í sumar.

Samkvæmt Kicker þá er Bayern að íhuga að framlengja samning hans um eitt ár. Ástæðan er sú að hann kann mörg tungumál, er góður í hóp og er góð fyrirmynd fyrir yngri leikmennina í hópnum.

Choupo-Moting hefur spilað 55 landsleiki fyrir Kamerún og gert 15 mörk í þeim
Athugasemdir
banner
banner