Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 16. febrúar 2021 12:12
Magnús Már Einarsson
Mason Greenwood framlengir við Manchester United
Mason Greenwood hefur framlengt samning sinn við Manchester United til ársins 2025 með möguleika á einu ári til viðbótar.

Hinn 19 ára gamli Greenwood er uppalinn hjá Manchester United en hann hefur vakið athygli undafarin ár.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Greenwood nú þegar spilað 82 leiki með aðalliði Manchester United og skorað 21 mark.

„Það er svo mikið sem ég vil afreka og ég veit að þetta fullkomið umhverfi fyrir mig til að spila fótbolta í," sagði Greenwood eftir undirskrift.

„Með stuðningi frá stjóranum, þjálfaraliðinu og svona mörgum frábærum þjálfurum til að læra af þá veit ég að ég er að vaxa sem leikmaður á hverjum einasta degi hér."

Athugasemdir
banner