Man Utd íhugar að gera 40 milljóna punda tilboð í Delap - Liverpool tilbúið að bjóða Nunez upp í Isak - Tottenham horfir til stjóra Bournemouth
   sun 16. febrúar 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Musiala gerði létt grín að Davies - „Barnalegt er það ekki?"
Mynd: Bayern München
Jamal Musiala, leikmaður Bayern, sló á létta strengi í viðtali hjá ESPN eftir markalaust jafntefli liðsins í stórleik helgarinnar gegn Leverkusen.

Musiala skrifaði á dögunum undir nýjan samning við Bayern sem gildir til ársins 2030, stuttu áður hafði félagið tilkynnt að Alphonso Davies hafi skrifað undir jafn langan samning.

Í myndbandi sem fylgdi kynningu Musiala spilaði hann á píanó, skellti sér í hlutverk töframanns og splaði skák. Davies tók rapplag.

Hann var spurður að því hvort myndbandið hafi verið betra.

„Þið vitið það að mitt myndband var betra," sagði Musiala.

„Hann rappaði," sagði fréttamaðurinn.

„Barnalegt er það ekki?" Sagði Musiala og hló.
Athugasemdir
banner
banner
banner