Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   mán 16. mars 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mason Mount fór úr sóttkví - Verður sektaður
Mason Mount og aðrir leikmenn Chelsea eru í sóttkví eftir að liðsfélagi þeirra Callum Hudson-Odoi greindist með kórónaveiruna.

Mount virti þó leiðbeiningar Chelsea að vettugi og fór út í fótbolta með vinum sínum um helgina. Einn þeirra er Declan Rice, miðjumaður West Ham og enska landsliðsins.

Leikmenn West Ham eru ekki í sóttkví og ekki er ljóst hvort Rice hafi vitað að vinur sinn gæti verið sýktur.

Frank Lampard er sagður vera reiður út í Mount, sem getur búist við sekt frá Chelsea.

Mount og Rice eru 21 árs gamlir og gætu báðir verið í enska landsliðshópnum á næsta stórmóti.
Athugasemdir
banner