Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 16. mars 2023 20:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag: Erum með breidd en ekki svona mikla
Mynd: EPA

Erik ten Hag var ánægður með sigur Manchester United á Real Betis í Evrópudeildinni í kvöld en þá sérstaklega með frammistöðuna í síðari hálfleik.


Liðinu gekk illa að nýta yfirtöluna á miðjunni í fyrri hálfleiknum en Ten Hag var ánægður með framkæmd liðsins í seinni hálfleik.

Ten Hag var í viðtali eftir leikinn þar sem spyrillinn benti á að enginn verði í banni í næsta leik og allir leikmenn heilir eftir leikinn.

„Það er rétt, engin rauð spjöld og eins og þú sagðir, engin meiðsli. Við höfum ekki efni á því, við erum með breidd en ekki svona mikla," sagði Ten Hag.

Ten Hag sagði fyrir leikinn að liðið hefði ekki efni á því að missa of marga í meiðsli en Alejandro Garnacho meiddist á dögunum.

Þá sagði hann að Arsenal hafi verið heppið hingað til með meiðsli en stuðningsmenn Arsenal eru ekki á sama máli þar sem Gabriel Jesus, Emile Smith Rowe og Gabriel hafa allir orðið fyrir langvarandi meiðslum á þessari leiktíð.

Arsenal er að spila þessa stundina gegn Sporting í Evrópudeildinni og William Saliba og Takehiro Tomiyasu hafa þurft að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner