
Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er í byrjunarliði Norrköping sem mætir Häcken í undanúrslitum sænska bikarsins klukkan 12:00 í dag.
Greint var frá því í DocZone í gær að Arnór væri að glíma við meiðsli og myndi því líklegast ekki spila með landsliðinu í þessum glugga.
Komu þá upp þær vangaveltur að Gylfi Þór Sigurðsson, nýr leikmaður Víkings, gæti verið kallaður inn í hans stað. Mikill léttleiki var í útsendingunni í gær, innanhúss húmor og stutt í sprell, það kom innsend ábending sem var uppspuni.
Fótbolta.net bárust svo þær fregnir í gærkvöldi að Arnór væri ekki meiddur og myndi spila með Norrköping í dag og hefur það nú endanlega fengist staðfest.
Arnór Ingvi er í byrjunarliðinu gegn Häcken í undanúrslitum bikarsins eins og Ísak Andri Sigurgeirsson.
Norrköping freistar þess að vinna sinn fyrsta bikar í 31 ár en sigurvegarinn úr leiknum í dag mætir Gautaborg eða Malmö í úrslitum.
FRAMÅT, kamrater. Nu kör vi!
— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) March 16, 2025
??????#ifknorrköping pic.twitter.com/Y7vdDAfnax
Athugasemdir