Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   sun 16. mars 2025 11:51
Brynjar Ingi Erluson
Arnór Ingvi heill heilsu og byrjar í undanúrslitum sænska bikarsins
Icelandair
Arnór Ingvi er klár í slaginn
Arnór Ingvi er klár í slaginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er í byrjunarliði Norrköping sem mætir Häcken í undanúrslitum sænska bikarsins klukkan 12:00 í dag.

Greint var frá því í DocZone í gær að Arnór væri að glíma við meiðsli og myndi því líklegast ekki spila með landsliðinu í þessum glugga.

Komu þá upp þær vangaveltur að Gylfi Þór Sigurðsson, nýr leikmaður Víkings, gæti verið kallaður inn í hans stað. Mikill léttleiki var í útsendingunni í gær, innanhúss húmor og stutt í sprell, það kom innsend ábending sem var uppspuni.

Fótbolta.net bárust svo þær fregnir í gærkvöldi að Arnór væri ekki meiddur og myndi spila með Norrköping í dag og hefur það nú endanlega fengist staðfest.

Arnór Ingvi er í byrjunarliðinu gegn Häcken í undanúrslitum bikarsins eins og Ísak Andri Sigurgeirsson.

Norrköping freistar þess að vinna sinn fyrsta bikar í 31 ár en sigurvegarinn úr leiknum í dag mætir Gautaborg eða Malmö í úrslitum.


Athugasemdir
banner
banner