Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 16. apríl 2021 19:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfreð gæti spilað sinn fyrsta leik í þrjá mánuði
Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason gæti spilað sinn fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni í tæpa þrjá mánuði á morgun.

Alfreð hefur verið að glíma við erfið meiðsli og missti meðal annars af síðasta landsliðsverkefni Íslands.

„Við getum notað hann," sagði Heiko Herrlich, þjálfari Augsburg, á blaðamannafundi í dag en það er ekki víst hversu mikið Alfreð getur spilað.

Augsburg á heimaleik við Arminia Bielefeld á morgun og verður flautað til leiks klukkan 13:30.

Alfreð hefur á þessu tímabili spilað 12 deildarleiki, en aðeins byrjað þrjá þeirra.
Athugasemdir
banner
banner