Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   þri 16. apríl 2024 14:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fram hafnaði tilboði frá Keflavík í Öldu Ólafs
Alda Ólafsdóttir.
Alda Ólafsdóttir.
Mynd: Toggi Pop
Alda Ólafsdóttir gekk í vetur í raðir Fram eftir að raðað inn mörkum með Fjölni í 2. deild kvenna. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net gerði Keflavík nýverið tilboð í hana en Fram hafnaði því tilboði. Hún er mikilvægur partur af liði Fram fyrir tímabilið sem er framundan.

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, staðfestir við Fótbolta.net að tilboðinu hafi verið hafnað. Alda er einfaldlega ekki til sölu.

Alda, sem er fædd árið 1996 og spilar stöðu framherja, fór hamförum með Fjölni síðasta sumar og endaði með 33 mörk í 2. deild, en næsti leikmaður var sextán mörkum á eftir henni. Hún hefur haldið uppteknum hætti á undirbúningstímabilinu með Fram og skoraði átta mörk í sex leikjum með Fram í Lengjubikarnum.

Keflavík virðist vera að leita að sóknarmanni fyrir Bestu deildina sem er framundan en liðinu er spáð tíunda sæti deildarinnar hér á Fótbolta.net.

Alda er uppalin í FH en hefur einnig spilað fyrir Aftureldingu, Fjölni og ÍR á sínum ferli.

Það verður spennandi að fylgjast með henni í Fram í Lengjudeildinni í sumar en hún og Murielle Tiernan ættu að geta myndað öflugt tvíeyki í fremstu víglínu í Úlfarsárdalnum.
Athugasemdir
banner
banner