mán 15.apr 2024 10:00 Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir |
|
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 10. sæti
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Keflavík muni enda í neðsta sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir röðuðu liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig. Keflavík hefur endað í áttunda sæti síðustu þrjú sumur en liðinu er spáð falli í ár.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. Keflavík, 14 stig
Um liðið: Líkt og segir hér að ofan þá hefur Keflavík endað í áttunda sæti Bestu deildarinnar síðustu þrjú árin. Og núna er liðinu spáð tíunda og neðsta sæti deildarinnar. En hausinn á Keflvíkingum er alls ekki þar. Þær eru ekki að horfa niður fyrir sig, þær eru að horfa upp. Þær ætla að afsanna þessa spá, alveg klárlega. Það eru spennandi ungir leikmenn að koma upp hjá Keflavík í bland við sterkar og reynslumeiri heimakonur, og erlenda leikmenn sem miklar vonir eru bundnar við. Það verður áhugavert að fylgjast með Keflavík í sumar og vonandi verður stuðningurinn við liðið enn meiri á pöllunum í sumar.
Þjálfarinn: Jonathan Glenn er á leið inn í sitt annað tímabil með Keflavík. Það fer af honum gott orð í Keflavík. Hann tók við af Gunnari Magnúsi Jónssyni fyrir síðustu leiktíð og steig þar í stór fótspor, en hann gerði það ágætlega. Hann byrjaði að þjálfa fyrir nokkrum árum og var hans fyrsta starf í meistaraflokki hjá kvennaliði ÍBV. Glenn, sem var öflugur leikmaður á sínum ferli, gerði fína hluti með ÍBV og endaði liðið í sjötta sæti undir hans stjórn. Hann fékk þó að taka pokann sinn eftir eitt tímabil í Eyjum og tók við Keflavík. Glenn er spennandi þjálfari og það verður fróðlegt að sjá hvort að hann nái að hjálpa Keflavík að taka næsta skref. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir er honum til aðstoðar og það er mjög sterkt.
Fótbolti.net fær sérfræðingana Jón Stefán Jónsson og Lilju Dögg Valþórsdóttur til að rýna í styrkleika, veikleika og annað hjá liðunum sem spila í Bestu deildinni í sumar. Jón Stefán, sem er fyrrum þjálfari Tindastóls og Þórs/KA, fer yfir það helsta hjá Keflavíkurliðinu.
Styrkleikar: Það er oft talað um að Keflavík sé alltaf Keflavík í Keflavík og það er ekki að ósekju því sagan segir okkur að flest þeirra stig komi á heimavelli og var tímabilið í fyrra engin undantekning á því. Þær tapa fáum leikjum þar. Heimavöllurinn er sterkur og það er mikill styrkleiki að hafa. Annar styrkleiki sem vert er að minnast á er þjálfarateymi liðsins. Þau Glenn og Guðrún Jóna hafa náð að gera mikið úr litlu ef svo má að segja. Styrkt liðið á réttum stöðum og náð að búa til sterka liðsheild. Reynsla liðsins af því að berjast í neðri hluta deildarinnar er mikil og þó það sé ekki skemmtilegasta reynslan að hafa þá getur hún skipt sköpum í lykilleikjum. Það sýndi sig kannski einna helst í því að þær töpuðu ekki leik í fyrra í úrslitakeppni neðri hlutans, eftir að hafa verið í fallsæti þegar 'venjulegri deildarkeppni lauk'.
Veikleikar: Almennur styrkleiki leikmannahópsins er auðvitað áhyggjuefni fyrir sumarið. Liðið var í fallsæti í fyrra eftir 18 leiki. Ekki bætir úr skák að Keflavík hefur misst frá sér tvo sterka leikmenn úr heimakjarnanum í þeim Amelíu Fjelsted og Dröfn Einarsdóttur. Einnig eru Mikaela Nótt Pétursdóttir farin aftur í Breiðablik eftir að hafa verið á láni í fyrra. Íslenskur kjarni liðsins er því að mínu mati töluvert slakari en í fyrra og það er áhyggjuefni. Ekki skyldi gleyma að Caroline Van Slambrouck verður ekki með liðinu í sumar og er það gífurlegt skarð í varnarleik liðsins. En þar hef ég einmitt hvað mestu áhyggjurnar þar sem það á eftir að sannfæra mig um að það skarð sem Caroline og Mikaela skilja eftir sig hafi verið fyllt.
Lykilmenn: Kristrún Ýr Holm er fyrirliði liðsins og mikilvægi hennar hefur oft verið mikið en nú er það orðið enn meira. Hún er ekki bara feykilega mikilvæg vörn liðsins heldur einnig sem andlegur leiðtogi þessi. Í Keflavíkurliðinu má finna mjög ungar stúlkur sem pottþétt líta mikið upp til hennar. Saorla Lorraine Miller, ég hef lítið séð til hennar en það sem ég hef þó séð finnst mér spennandi. Þessi stúlka virkar á mig áræðin, líkamlega sterk og það sem kannski er mikilvægast, virðist nokkuð markheppinn. Það er akkúrat það sem hún þarf að gera til að liðið haldi sér upp í sumar. Susanna Joy Friedrichs er þekkt stærð á Íslandi eftir að hafa spilað með Selfossi síðastliðin ár. Afar traustur leikmaður sem þekkir sín takmörk. Ég myndi segja að hún sé klár uppfærsla í bakverðinum hjá liðinu og mun styrkja bæði sóknar- og varnarleik liðsins.
Leikmaður sem á að fylgjast með: Salome Kristín Róbertsdóttir er ung stúlka, fædd 2007. Hún spilaði alla leiki liðsins í Lengjubikarnum. Byrjaði þann fyrsta á bekknum og kom inn á og í kjölfarið byrjaði hún þrjá leiki og spilaði þá frá upphafi til enda og fékk mikið traust frá þjálfurum sínum. Virkilega spennandi að sjá hvort ný kynslóð Keflavíkurstúlkna getur fetað í fótspor þeirra sem horfið hafa á braut.
Komnar:
Saorla Miller frá Bandaríkjunum
Susanna Friedrichs frá Ítalíu
Elianna Beard frá Ísrael
Marín Rún Guðmundsdóttir frá Njarðvík
Kamilla Huld Jónsdóttir frá Einherja
Farnar:
Ameera Abdella Hussen til Bandaríkjanna
Amelía Rún Fjeldsted í Fylki
Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir í HK
Ástrós Lind Þórðardóttir í Njarðvík
Caroline van Slambrouck hætt
Dröfn Einarsdóttir til Grindavíkur
Esther Júlía Gustavsdóttir í ÍR (á láni)
Kristrún Blöndal í ÍR (á láni)
Sandra Voitane til ÍBV
Júlía Ruth Thasaphong til Grindavíkur
Margrét Lea Gísladóttir í Breiðablik (var á láni)
Mikaela Nótt Pétursdóttir í Breiðablik (var á láni)
Dómur Jónsa fyrir gluggann: Ég er aldrei hrifinn þegar lið missa sterka leikmenn úr heimakjarnanum eins og Keflavík hefur gert og þegar hefur verið minnst á. Ekki bætir missirinn í Caroline og Mikaelu úr skák. Á móti kemur þá virka þessir nýju erlendu leikmenn spennandi og þau Glenn og Jóna kunna að velja sér leikmenn í sína hugmyndafræði. Ég gef þessum glugga samt ekki hærra en fjóra sem komið er. En það gæti breyst með tilkomu 1-2 sterkra lánsmanna.
Fyrstu fimm leikir Keflavíkur:
22. apríl, Breiðablik - Keflavík (Kópavogsvöllur)
27. apríl, Keflavík - Stjarnan (HS Orku völlurinn)
2. maí, Fylkir - Keflavík (Würth völlurinn)
8. maí, Keflavík - Valur (HS Orku völlurinn)
14. maí, Þór/KA - Keflavík (VÍS völlurinn)
Í besta og versta falli: Í besta falli bjargar Keflavík sér frá falli og gott betur en það og ná að verða í 8.sæti. En í versta falli og ef útlendingakaupin þeirra heppnast ekki gæti botnsætið orðið niðurstaðan.
Spámennirnir: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hulda Mýrdal, Lilja Dögg Valþórsdóttir, Mist Rúnarsdóttir, Orri Rafn Sigurðarson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson, Steinke.
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. Keflavík, 14 stig
Um liðið: Líkt og segir hér að ofan þá hefur Keflavík endað í áttunda sæti Bestu deildarinnar síðustu þrjú árin. Og núna er liðinu spáð tíunda og neðsta sæti deildarinnar. En hausinn á Keflvíkingum er alls ekki þar. Þær eru ekki að horfa niður fyrir sig, þær eru að horfa upp. Þær ætla að afsanna þessa spá, alveg klárlega. Það eru spennandi ungir leikmenn að koma upp hjá Keflavík í bland við sterkar og reynslumeiri heimakonur, og erlenda leikmenn sem miklar vonir eru bundnar við. Það verður áhugavert að fylgjast með Keflavík í sumar og vonandi verður stuðningurinn við liðið enn meiri á pöllunum í sumar.
Þjálfarinn: Jonathan Glenn er á leið inn í sitt annað tímabil með Keflavík. Það fer af honum gott orð í Keflavík. Hann tók við af Gunnari Magnúsi Jónssyni fyrir síðustu leiktíð og steig þar í stór fótspor, en hann gerði það ágætlega. Hann byrjaði að þjálfa fyrir nokkrum árum og var hans fyrsta starf í meistaraflokki hjá kvennaliði ÍBV. Glenn, sem var öflugur leikmaður á sínum ferli, gerði fína hluti með ÍBV og endaði liðið í sjötta sæti undir hans stjórn. Hann fékk þó að taka pokann sinn eftir eitt tímabil í Eyjum og tók við Keflavík. Glenn er spennandi þjálfari og það verður fróðlegt að sjá hvort að hann nái að hjálpa Keflavík að taka næsta skref. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir er honum til aðstoðar og það er mjög sterkt.
Fótbolti.net fær sérfræðingana Jón Stefán Jónsson og Lilju Dögg Valþórsdóttur til að rýna í styrkleika, veikleika og annað hjá liðunum sem spila í Bestu deildinni í sumar. Jón Stefán, sem er fyrrum þjálfari Tindastóls og Þórs/KA, fer yfir það helsta hjá Keflavíkurliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Styrkleikar: Það er oft talað um að Keflavík sé alltaf Keflavík í Keflavík og það er ekki að ósekju því sagan segir okkur að flest þeirra stig komi á heimavelli og var tímabilið í fyrra engin undantekning á því. Þær tapa fáum leikjum þar. Heimavöllurinn er sterkur og það er mikill styrkleiki að hafa. Annar styrkleiki sem vert er að minnast á er þjálfarateymi liðsins. Þau Glenn og Guðrún Jóna hafa náð að gera mikið úr litlu ef svo má að segja. Styrkt liðið á réttum stöðum og náð að búa til sterka liðsheild. Reynsla liðsins af því að berjast í neðri hluta deildarinnar er mikil og þó það sé ekki skemmtilegasta reynslan að hafa þá getur hún skipt sköpum í lykilleikjum. Það sýndi sig kannski einna helst í því að þær töpuðu ekki leik í fyrra í úrslitakeppni neðri hlutans, eftir að hafa verið í fallsæti þegar 'venjulegri deildarkeppni lauk'.
Veikleikar: Almennur styrkleiki leikmannahópsins er auðvitað áhyggjuefni fyrir sumarið. Liðið var í fallsæti í fyrra eftir 18 leiki. Ekki bætir úr skák að Keflavík hefur misst frá sér tvo sterka leikmenn úr heimakjarnanum í þeim Amelíu Fjelsted og Dröfn Einarsdóttur. Einnig eru Mikaela Nótt Pétursdóttir farin aftur í Breiðablik eftir að hafa verið á láni í fyrra. Íslenskur kjarni liðsins er því að mínu mati töluvert slakari en í fyrra og það er áhyggjuefni. Ekki skyldi gleyma að Caroline Van Slambrouck verður ekki með liðinu í sumar og er það gífurlegt skarð í varnarleik liðsins. En þar hef ég einmitt hvað mestu áhyggjurnar þar sem það á eftir að sannfæra mig um að það skarð sem Caroline og Mikaela skilja eftir sig hafi verið fyllt.
Lykilmenn: Kristrún Ýr Holm er fyrirliði liðsins og mikilvægi hennar hefur oft verið mikið en nú er það orðið enn meira. Hún er ekki bara feykilega mikilvæg vörn liðsins heldur einnig sem andlegur leiðtogi þessi. Í Keflavíkurliðinu má finna mjög ungar stúlkur sem pottþétt líta mikið upp til hennar. Saorla Lorraine Miller, ég hef lítið séð til hennar en það sem ég hef þó séð finnst mér spennandi. Þessi stúlka virkar á mig áræðin, líkamlega sterk og það sem kannski er mikilvægast, virðist nokkuð markheppinn. Það er akkúrat það sem hún þarf að gera til að liðið haldi sér upp í sumar. Susanna Joy Friedrichs er þekkt stærð á Íslandi eftir að hafa spilað með Selfossi síðastliðin ár. Afar traustur leikmaður sem þekkir sín takmörk. Ég myndi segja að hún sé klár uppfærsla í bakverðinum hjá liðinu og mun styrkja bæði sóknar- og varnarleik liðsins.
Leikmaður sem á að fylgjast með: Salome Kristín Róbertsdóttir er ung stúlka, fædd 2007. Hún spilaði alla leiki liðsins í Lengjubikarnum. Byrjaði þann fyrsta á bekknum og kom inn á og í kjölfarið byrjaði hún þrjá leiki og spilaði þá frá upphafi til enda og fékk mikið traust frá þjálfurum sínum. Virkilega spennandi að sjá hvort ný kynslóð Keflavíkurstúlkna getur fetað í fótspor þeirra sem horfið hafa á braut.
Komnar:
Saorla Miller frá Bandaríkjunum
Susanna Friedrichs frá Ítalíu
Elianna Beard frá Ísrael
Marín Rún Guðmundsdóttir frá Njarðvík
Kamilla Huld Jónsdóttir frá Einherja
Farnar:
Ameera Abdella Hussen til Bandaríkjanna
Amelía Rún Fjeldsted í Fylki
Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir í HK
Ástrós Lind Þórðardóttir í Njarðvík
Caroline van Slambrouck hætt
Dröfn Einarsdóttir til Grindavíkur
Esther Júlía Gustavsdóttir í ÍR (á láni)
Kristrún Blöndal í ÍR (á láni)
Sandra Voitane til ÍBV
Júlía Ruth Thasaphong til Grindavíkur
Margrét Lea Gísladóttir í Breiðablik (var á láni)
Mikaela Nótt Pétursdóttir í Breiðablik (var á láni)
Dómur Jónsa fyrir gluggann: Ég er aldrei hrifinn þegar lið missa sterka leikmenn úr heimakjarnanum eins og Keflavík hefur gert og þegar hefur verið minnst á. Ekki bætir missirinn í Caroline og Mikaelu úr skák. Á móti kemur þá virka þessir nýju erlendu leikmenn spennandi og þau Glenn og Jóna kunna að velja sér leikmenn í sína hugmyndafræði. Ég gef þessum glugga samt ekki hærra en fjóra sem komið er. En það gæti breyst með tilkomu 1-2 sterkra lánsmanna.
Fyrstu fimm leikir Keflavíkur:
22. apríl, Breiðablik - Keflavík (Kópavogsvöllur)
27. apríl, Keflavík - Stjarnan (HS Orku völlurinn)
2. maí, Fylkir - Keflavík (Würth völlurinn)
8. maí, Keflavík - Valur (HS Orku völlurinn)
14. maí, Þór/KA - Keflavík (VÍS völlurinn)
Í besta og versta falli: Í besta falli bjargar Keflavík sér frá falli og gott betur en það og ná að verða í 8.sæti. En í versta falli og ef útlendingakaupin þeirra heppnast ekki gæti botnsætið orðið niðurstaðan.
Spámennirnir: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hulda Mýrdal, Lilja Dögg Valþórsdóttir, Mist Rúnarsdóttir, Orri Rafn Sigurðarson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson, Steinke.