Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   mið 16. apríl 2025 13:30
Elvar Geir Magnússon
Verður Muller samherji Alberts?
Mynd: EPA
Thomas Muller hefur átt glæstan feril en það verða kaflaskil hjá honum í sumar þegar hann yfirgefur sitt ástsæla Bayern München. Ítalska félagið Fiorentina er meðal þeirra sem hafa áhuga á að fá goðsögnina.

Muller er 35 ára og hefur allan sinn feril spilað fyrir Bayern en mun yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út.

Miðað við fréttir undanfarinnar vikna þá er líklegast að hann fari í MLS-deildina í Bandaríkjunum og hefur Los Angeles FC verið nefnt.

En það eru mörg félaög í Evrópu sem hafa áhuga á að fá Muller og meðal þeirra er Fiorentina en með liðinu leikur íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson.
Athugasemdir
banner