Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 16. maí 2021 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Dagur skoraði í sigri - Íslendingar berjast um titilinn í Danmörku
Jón Dagur var á skotskónum.
Jón Dagur var á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael er á toppnum í Danmörku.
Mikael er á toppnum í Danmörku.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Berglind spilaði í sigri.
Berglind spilaði í sigri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var á skotskónum fyrir AGF gegn ungu liði Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni þennan sunnudaginn.

Jón Dagur kom Nordsjælland yfir á 40 mínútu leiksins, í 2-1. Patrick Mortensen kom AGF í 3-1 úr vítaspyrnu eftir rétt tæplega klukkutíma leik og þar við sat.

AGF er í fjórða sæti deildarinnar og ef liðið endar þar, þá mun það fara í umspil um sæti í nýju Sambandsdeild UEFA.

Það eru tvær umferðir eftir í deildinni og það er spennandi titilbarátta enn. Mikael Neville Anderson og félagar í Midtjylland gerðu jafntefli við Randers á heimavelli, 1-1. Mikael kom inn á sem varamaður í uppbótartíma.

Bröndby hefði getað farið á topp deildarinnar með sigri en þeir töpuðu fyrir erkifjendum sínum í FC Kaupmannahöfn, 2-1. Hjörtur Hermannsson spilaði klukkutíma fyrir Bröndby sem er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum frá toppnum. Midtjylland og Bröndby eiga ekki eftir að mætast.

Í dönsku B-deildinni var Elías Rafn Ólafsson í markinu hjá Fredericia í 2-1 tapi gegn Helsingor. Fredericia er í fimmta sæti deildarinnar en Elías er í láni hjá félaginu frá Midtjylland.

Jafntefli í stórslag í Noregi
Það var stórleikur í Noregi þegar Bodö/Glimt spilaði við Rosenborg. Það var líka Íslendingaslagur.

Alfons Sampsted spilaði í hægri bakverði hjá Noregsmeisturum Bodö/Glimt og Hólmar Örn Eyjólfsson lék í vörninni hjá Rosenborg. Svo fór að leikurinn endaði með stórmeistarajafntefli, 2-2.

Bodö/Glimt er í öðru sæti deildarinnar með sjö stig og Rosenborg er í þriðja sæti með fimm stig.

Stromsgödset vann þá 3-1 sigur á Lilleström. Ari Leifsson var ónotaður varamaður hjá Strömsgodset en Valdimar Þór Ingimundarson fékk rúmar 10 mínútur.

Flottur sigur Örebro á útivelli
Þá til Svíþjóðar þar sem kvennalið Örebro vann flottan útisigur á Piteå. Berglind Rós Ágústsdóttir byrjaði fyrir Örebro og var tekin af velli í uppbótartíma, en markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir sat allan tímann á bekknum.

Örebro er í sjötta sæti deildarinnar og Piteå situr í 11. sæti. Hlín Eiríksdóttir var ekki með Piteå í dag vegna meiðsla.

Í úrvalsdeild karla spilaði miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson allan leikinn fyrir Hammarby í 2-2 jafntefli við Djurgården. Hammarby er í þriðja sæti með 11 stig á meðan Djurgården er á toppnum með 16 stig.

Arnór spilaði klukkutíma í tapi
Í Rússlandi spilaði Arnór Sigurðsson hálftíma þegar CSKA Moskva tapaði 3-2 í borgarslag gegn Dynamo Moskvu.

Arnór byrjaði á bekknum hjá CSKA sem var 1-0 yfir þegar hann kom inn á. Leikurinn tapaðist 3-2. Hörður Björgvin Magnússon var ekki með CSKA í dag vegna meiðsla.

Þessi leikur var í lokaumferð deildarinnar. CSKA hafnar í sjötta sæti og fer ekki í Evrópukeppni á næsta tímabili.

Íslendingarnir spiluðu ekki í Grikklandi
Í Grikklandi spiluðu Sverrir Ingi Ingason og Ögmundur Kristinsson ekki með sínum liðum. Sverrir Ingi var ekki í hóp hjá PAOK sem tapaði 0-1 fyrir Asteras Tripolis. Ögmundur var á bekknum hjá Olympiakos sem vann 1-4 útisigur á Panathinaikos. Þessir leikir voru í lokaumferð deildarinnar en Olympiakos er meistari og PAOK hafnar í öðru sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner