banner
   sun 16. maí 2021 14:33
Victor Pálsson
Segir Messi geta samið við þrjú lið
Mynd: EPA
Það eru þrjú lið sem gætu fengið Lionel Messi í sínar raðir ef hann ákveður að yfirgefa lið Barcelona.

Þetta segir argentínska goðsögnin Mario Kempes en Messi reyndi mikið að komast burt frá spænska félaginu síðasta sumar en án árangurs.

Barcelona er í töluverðri lægð þessa dagana og er óvíst hvort Messi skrifi undir framlengingu við félagið. Messi gæti annars samið við nýtt félag í sumar.

Kempes nefnir Manchester City, Paris Saint-Germain og Bayern Munchen sem mögulega áfangastaði.

„Honum líður mjög þægilega hjá Barcelona en áttar sig á því að möguleikarnir á að vinna Meistaradeildina þar eru litlir," sagði Kempes.

„Liðið er í miklum erfiðleikum með að byggja upp topplið. Hann þyrfti að fara til Pep Guardiola hjá Manchester City, PSG eða Bayern Munchen."

„Þetta eru liðin sem eru með peningana og leikmennina til að ná árangri."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner