Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 16. maí 2021 12:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vilhjálmur Yngvi og Andi Hoti með Þrótti í sumar (Staðfest)
Lengjudeildin
Vilhjálmur Yngvi.
Vilhjálmur Yngvi.
Mynd: Getty Images
Þeir Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson og Andi Hoti gengu í raðir Þróttar á láni undir lok félagaskiptagluggans.

Vilhjálmur kemur frá Fjölni. Hann er nítján ára og á að baki 15 unglingalandsleiki. Hann æfði með U19 landsliðinu í vetur. Hann lék fimm leiki með Fjölni í Pepsi Max-deildinni og var í byrjunarliði Fjölnis gegn KÁ í 1. umferð bikarsins.

Hann kom inn á sem varamaður í gær á 85. mínútu þegar Þróttur tapaði gegn Vestra með endurkomu Vestramanna undir lok leiks.

Andi Hoti er einnig varnarmaður en hann kemur frá Leikni Reykjavik. Andi er sautján ára miðvörður sem lék þrjá leiki með Leikni á síðasta tímabili.

Andi æfði einnig með U19 landsliðinu í vetur.

Næsti leikur Þróttar er gegn Selfossi á föstudag.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner