mán 16. maí 2022 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Fjölskyldur Henry og Toney urðu fyrir kynþáttaníði gegn Everton
Ivan Toney er kominn með 14 mörk í 35 leikjum á tímabilinu.
Ivan Toney er kominn með 14 mörk í 35 leikjum á tímabilinu.
Mynd: Getty Images

Rico Henry og Ivan Toney eru allt annað en sáttir með hegðun lítils hóps stuðningsmanna Everton í gær.


Everton tapaði 2-3 gegn Brentford og voru fjölskyldur einhverra leikmanna Brentford á vellinum, þar á meðal fjölskyldur Henry og Toney.

„Ég tjái mig vanalega ekki um hluti sem hafa ekki slæm líkamleg áhrif á mig eða fjölskylduna mína en ég fann fyrir eldinum í maganum þegar ég sá mömmu í uppnámi eftir að hafa orðið fyrir kynþáttaníði frá nokkrum stuðningsmönnum Everton," skrifaði Henry á Twitter og hélt svo áfram.

„Ég geri allt fyrir fjölskylduna og ætla að sjá til þess að þessum litla minnihlutahóp verði refsað með viðeigandi hætti fyrir athæfi sitt. Þetta er ekki í boði og verður að vera rannsakað af lögreglu."

Toney tók í svipaða strengi með sínum færslum.

„Til mannsins sem beitti fjölskylduna mína kynþáttaníði: Ég mun gera allt í mínu valdi til að þér verði refsað á viðeigandi hátt," skrifaði Toney.


Athugasemdir
banner
banner