Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 16. maí 2022 19:48
Brynjar Ingi Erluson
Framtíð Bale skýrist í næsta mánuði
Gareth Bale
Gareth Bale
Mynd: EPA
Jonathan Barnett, umboðsmaður Gareth Bale, segir að framtíð leikmannsins ráðist alfarið á því hvort Wales verði með á HM í Katar eða ekki.

Barnett var í viðtali við portúgalska blaðið Record og var þar spurður út í framtíð Bale.

Velski landsliðsmaðurinn verður samningslaus í sumar og mun ekki framlengja samning sinn við Real Madrid.

Bale er opinn fyrir því að fara aftur til Englands en þó verður ekkert ákveðið fyrr en Wales klárar leik sinn við Skotland eða Úkraínu í umspili um sæti á HM í næsta mánuði.

Það hefur verið orðrómur um það að Bale gæti íhugað að leggja skóna á hilluna í sumar ef Wales nær ekki að tryggja sig inn á HM og virðist Barnett staðfesta það í viðtalinu.

„Hann mun yfirgefa Real Madrid en við verðum að bíða og sjá hvað Wales gerir. Það fer allt eftir því hvort Wales kemst á HM og þá munum við taka ákvörðun," sagði Barnett.

„Er það líklegast að hann fari til Englands? Já, ég held það, en við verðum að sjá hvort Wales fari á HM," sagði Barnett.

Ef Wales fer á HM þá er útlit fyrir að Bale geri stuttan samning fram að HM áður en hann leggur skóna á hilluna.
Athugasemdir
banner
banner