Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 16. maí 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Líkleg byrjunarlið í stórleiknum - Pablo og Viktor Karl klárir í slaginn?
Viktor Karl
Viktor Karl
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stórleikur Víkings og Breiðabliks, toppliðanna tveggja frá því á síðasta tímabili, fer fram í kvöld. Breiðablik er í 2. sæti fyrir leikinn með fullt hús stiga. Víkingur er í fimmta sæti, fimm stigum á eftir Blikum og hefur leikið leik meira.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er ekki seinna vænna en að spá í spilin hvað byrjunarliðin varða. Viktor Karl Einarsson er að koma til baka eftir meiðsli og Fótbolti.net spáir því að hann byrji í dag þó að Dagur Dan Þórhallsson hafi leyst hann af með því að skora tvö mörk í tveimur leikjum.

Hjá Víkingum gekk vel að að sækja upp vinstra megin þegar liðin mættust í Meistarakeppni KSÍ fyrir mót. Helgi Guðjónsson átti góðan leik þá og sú frammistaða spilar inn í þegar honum er spáð byrjunarliðssæti í kvöld. Þá lék Pablo Punyed hálftíma í síðasta leik sem voru hans fyrstu mínútur í sumar. Honum er ekki spáð sæti í byrjunarliðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner