Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. maí 2022 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Með hausinn þar sem hann á að vera en ekki í rassgatinu á sér eins og margir"
Stefán og Hákon Arnar í baráttunni. Báðir eru þeir Skagamenn.
Stefán og Hákon Arnar í baráttunni. Báðir eru þeir Skagamenn.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Þórð Þorstein Þórðarson í dag en hann er farinn að einbeita sér að dómgæslu eftir að hafa spilað tæplega 100 leiki í efstu deild á ferlinum. Þórður er 27 ára gamall, þremur árum eldri en bróðir hans Stefán Teitur sem verður 24 ára í október.

Stefán er leikmaður Silkeborg í Danmörku og íslenska landsliðsins. Þórður var spurður út í bróður sinn sem fór frá uppeldisfélaginu ÍA haustið 2020.

Sjá einnig:
„Stefni á að vera búinn að dæma leik í efstu deild fyrir lok næsta tímabils"

„Það er bara geggjað að sjá þessa framþróun á hans ferli. Þeir í Silkeborg tryggðu sér 3. sætið í dönsku úrvalsdeildinni í gær, án þess að spila leik. Þeir eiga leik í dag á móti Midtjylland þar sem ég veit að Stefán byrjar. Það er næstsíðasti leikurinn. Midtjylland, sem er í 2. sæti og mun enda þar, á eftir að spila bikarúrslitaleik. Ef Midtjylland vinnur bikarúrslitaleikinn þá fer Silkeborg beint í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Það yrði helvíti stórt að ná því sem nýliði í deildinni," sagði Þórður.

„Mér finnst hann, hiklaust, hafa bætt sig í öllum þáttum leiksins frá því hann fór út. Mér finnst hann miklu rólegri á boltann og orðin miklu betri í stutta spilinu. Ef maður horfir á Silkerborg þá spilar liðið svona tiki-taka fótbolta sem maður stundum skilur ekki því þeir reyna stundum að spila sig inn í markið."

„Þegar maður var að spila sjálfur þá fannst manni skemmtilegast að fá boltann út á kant og krossa honum fyrir. Ég held að það sé bannað að krossa í Silkeborg. Fyrsta snertingin og að taka færri snertingar á boltann er það sem mér finnst hann hafa bætt sig mest í. Það eru komin miklu-miklu meiri gæði í hann og svo er hann loksins byrjaður að nota hversu sterkur hann er því hann getur verið nautsterkur þegar hann þorir því. Þetta er bara glæsilegt hjá honum."


Þessi aukna ró á boltann kemur Þórði ekki á óvart. „Ég hef alltaf vitað hversu góður hann er í fótbolta. Það sem er númer 1,2,3 er að hann er með hausinn þar sem hann á að vera en ekki í rassgatinu á sér eins og margir. Það hjálpar honum mikið, að það er allt rétt skrúfað á hjá honum. Ég held að hann fái líka ágætis hjálp frá bæði pabba og mér í að halda hausnum á réttum stað. Hann er mjög rólegur og yfirvegaður. Síðast þegar ég vissi þá drakk hann ekki, er ekki í þeim pakkanum," sagði Þórður að lokum.

Sjá einnig:
Stefán Teitur er hægri áttan í jólatrénu

Leikur Silkeborg og Midtjylland hófst klukkan 17:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner