Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   mán 16. maí 2022 21:56
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Ég er bara sæmilega sáttur með lífið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn var sáttur eftir 3-0 sigur gegn ríkjandi Íslands og bikarmeisturum Víkinga en þessi lið áttust við núna í kvöld í 6. umferð Bestu Beildar karla.

Fyrir nákævmlega ári síðan mættust þessi lið í Víkinni en þar unnu Víkingar 3-0 en í kvöld var það öfugt. Hvað hefur breyst á þessum tíma?

"Það er erfitt að segja en algjör óþarfi að vera líta í baksýnisspegilinn, það tap hefur litla þýðingu í dag. Mér fannst við bara vera öflugir og sterkir, við höfum oft verið betri í að halda boltanum og eigum mikið inni þar en mér fannst frammistaðan öflug. Við fórum þangað sem þeir voru veikir fyrir og nýttum okkur það að þeir þurftu að koma hátt á völlinn til að pressa okkur þannig ég er bara sæmilega sáttur með lífið" Sagði Óskar Hrafn í viðtali strax eftir leik.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

Það var eins og að allt annað Blikalið kom inn í síðari hálfleikinn eftir að hafa skapað sér lítið í þeim fyrri. Hvað sagði Óskar við sína menn í hálfleik?

"Það var ekki endilega málið hvað ég sagði í hálfleik, þetta eru bara tvö lið sem að ég held bera mikla virðingu fyrir hvoru öðru. Fyrri hálfleikurinn fór bara í að þreifa á báðum liðum, taktísk skák jafnvel ég veit ekki hvað ég á að kalla þetta en það var lítið um opnanir en svo komumst við bara í svæðin þar sem þeir eru veikir fyrir og eftirleikurinn er eins og hann er, fín frammistaða og ágætis sigur"

Var þessi sigur ´Statement´ að mati Óskars?

"Nei ég myndi ekki segja ég myndi segja að þetta væri bara sigur og þessi frammistaða bara ágæt. Þetta hefur rosalega litla þýðingu fyrir framhaldið nema að henni sé fylgt eftir. Menn geta verið glaðir í kvöld og dansað með Stuðmanna lögum en svo þarf bara að vakna á morgun og byrja að undirbúa sig fyrir erfiðan leik gegn Fram. Hver leikur í þessari deild hefur sitt líf þú færð ekkert fyrir það sem þú gerðir í gær og við verðum að passa okkur á að halda ekki að hlutirnir komi af sjálfu sér þótt það sé búið að ganga sæmilega fram að þessu"  

Viðtalið má sjá hér í heild sinni hér fyrir ofan þar sem að Óskar talar um skiptinguna á Ísaki Snæ, þriðja mark Blika o.fl.


Athugasemdir
banner
banner