Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mán 16. maí 2022 21:56
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Ég er bara sæmilega sáttur með lífið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn var sáttur eftir 3-0 sigur gegn ríkjandi Íslands og bikarmeisturum Víkinga en þessi lið áttust við núna í kvöld í 6. umferð Bestu Beildar karla.

Fyrir nákævmlega ári síðan mættust þessi lið í Víkinni en þar unnu Víkingar 3-0 en í kvöld var það öfugt. Hvað hefur breyst á þessum tíma?

"Það er erfitt að segja en algjör óþarfi að vera líta í baksýnisspegilinn, það tap hefur litla þýðingu í dag. Mér fannst við bara vera öflugir og sterkir, við höfum oft verið betri í að halda boltanum og eigum mikið inni þar en mér fannst frammistaðan öflug. Við fórum þangað sem þeir voru veikir fyrir og nýttum okkur það að þeir þurftu að koma hátt á völlinn til að pressa okkur þannig ég er bara sæmilega sáttur með lífið" Sagði Óskar Hrafn í viðtali strax eftir leik.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

Það var eins og að allt annað Blikalið kom inn í síðari hálfleikinn eftir að hafa skapað sér lítið í þeim fyrri. Hvað sagði Óskar við sína menn í hálfleik?

"Það var ekki endilega málið hvað ég sagði í hálfleik, þetta eru bara tvö lið sem að ég held bera mikla virðingu fyrir hvoru öðru. Fyrri hálfleikurinn fór bara í að þreifa á báðum liðum, taktísk skák jafnvel ég veit ekki hvað ég á að kalla þetta en það var lítið um opnanir en svo komumst við bara í svæðin þar sem þeir eru veikir fyrir og eftirleikurinn er eins og hann er, fín frammistaða og ágætis sigur"

Var þessi sigur ´Statement´ að mati Óskars?

"Nei ég myndi ekki segja ég myndi segja að þetta væri bara sigur og þessi frammistaða bara ágæt. Þetta hefur rosalega litla þýðingu fyrir framhaldið nema að henni sé fylgt eftir. Menn geta verið glaðir í kvöld og dansað með Stuðmanna lögum en svo þarf bara að vakna á morgun og byrja að undirbúa sig fyrir erfiðan leik gegn Fram. Hver leikur í þessari deild hefur sitt líf þú færð ekkert fyrir það sem þú gerðir í gær og við verðum að passa okkur á að halda ekki að hlutirnir komi af sjálfu sér þótt það sé búið að ganga sæmilega fram að þessu"  

Viðtalið má sjá hér í heild sinni hér fyrir ofan þar sem að Óskar talar um skiptinguna á Ísaki Snæ, þriðja mark Blika o.fl.


Athugasemdir
banner
banner