Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   mán 16. maí 2022 21:56
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Ég er bara sæmilega sáttur með lífið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn var sáttur eftir 3-0 sigur gegn ríkjandi Íslands og bikarmeisturum Víkinga en þessi lið áttust við núna í kvöld í 6. umferð Bestu Beildar karla.

Fyrir nákævmlega ári síðan mættust þessi lið í Víkinni en þar unnu Víkingar 3-0 en í kvöld var það öfugt. Hvað hefur breyst á þessum tíma?

"Það er erfitt að segja en algjör óþarfi að vera líta í baksýnisspegilinn, það tap hefur litla þýðingu í dag. Mér fannst við bara vera öflugir og sterkir, við höfum oft verið betri í að halda boltanum og eigum mikið inni þar en mér fannst frammistaðan öflug. Við fórum þangað sem þeir voru veikir fyrir og nýttum okkur það að þeir þurftu að koma hátt á völlinn til að pressa okkur þannig ég er bara sæmilega sáttur með lífið" Sagði Óskar Hrafn í viðtali strax eftir leik.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

Það var eins og að allt annað Blikalið kom inn í síðari hálfleikinn eftir að hafa skapað sér lítið í þeim fyrri. Hvað sagði Óskar við sína menn í hálfleik?

"Það var ekki endilega málið hvað ég sagði í hálfleik, þetta eru bara tvö lið sem að ég held bera mikla virðingu fyrir hvoru öðru. Fyrri hálfleikurinn fór bara í að þreifa á báðum liðum, taktísk skák jafnvel ég veit ekki hvað ég á að kalla þetta en það var lítið um opnanir en svo komumst við bara í svæðin þar sem þeir eru veikir fyrir og eftirleikurinn er eins og hann er, fín frammistaða og ágætis sigur"

Var þessi sigur ´Statement´ að mati Óskars?

"Nei ég myndi ekki segja ég myndi segja að þetta væri bara sigur og þessi frammistaða bara ágæt. Þetta hefur rosalega litla þýðingu fyrir framhaldið nema að henni sé fylgt eftir. Menn geta verið glaðir í kvöld og dansað með Stuðmanna lögum en svo þarf bara að vakna á morgun og byrja að undirbúa sig fyrir erfiðan leik gegn Fram. Hver leikur í þessari deild hefur sitt líf þú færð ekkert fyrir það sem þú gerðir í gær og við verðum að passa okkur á að halda ekki að hlutirnir komi af sjálfu sér þótt það sé búið að ganga sæmilega fram að þessu"  

Viðtalið má sjá hér í heild sinni hér fyrir ofan þar sem að Óskar talar um skiptinguna á Ísaki Snæ, þriðja mark Blika o.fl.


Athugasemdir
banner