Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. maí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Zalazar skoraði fyrir aftan miðju
Mynd: EPA

Schalke tryggði sér í gær toppsæti þýsku B-deildarinnar með sigri á Nürnberg í lokaumferðinni.


Rodrigo Zalazar kom Schalke yfir á fimmtándu mínútu leiksins með glæsilegu marki fyrir aftan miðju.

Zalazar fékk boltann á eigin vallarhelmingi, leit upp, mundaði skotfótinn og skoraði stórglæsilegt mark.

Guðlaugur Victor Pálsson, sem er varafyrirliði Schalke, spilaði síðasta hálftíma leiksins.

Schalke mun leika í efstu deild í haust eftir að hafa verið fjarverandi í eitt ár. Liðið féll úr efstu deild í fyrra eftir að hafa endað í öðru sæti eftir FC Bayern aðeins þremur árum fyrr.

Sjáðu markið.


Athugasemdir
banner
banner
banner