Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. júní 2019 22:51
Ívan Guðjón Baldursson
Aðstoðarmaður Conte tekinn við Kilmarnock (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Skoska félagið Kilmarnock er búið að ráða Angelo Alessio sem knattspyrnustjóra hjá sér.

Alessio er 54 ára og skrifar undir þriggja ára samning við félagið. Hann tekur við starfinu af Steve Clarke sem yfirgaf Kilmarnock til að þjálfa skoska landsliðið.

Alessi hefur verið aðstoðarþjálfari Antonio Conte síðustu níu ár en þeir kynntust fyrst sem atvinnumenn í knattspyrnu. Alessio yfirgaf Juve ári eftir að Conte gekk í raðir félagsins árið 1991.

Alessio var fyrst ráðinn sem aðstoðarþjálfari Conte hjá Siena, sumarið 2010. Eftir góðan árangur þar fylgdi Alessio sínum manni til Juventus, svo tóku þeir við ítalska landsliðinu, fóru til Chelsea og nú síðast Inter.

Kilmarnock er 150 ára gamalt knattspyrnufélag og endaði í 3. sæti skosku deildarinnar í ár. Félagið hefur aðeins einu sinni unnið skosku deildina, árið 1965.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner