Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. júní 2022 23:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna: ÍR áfram taplaust eftir sterkan sigur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hamar 2 - 4 ÍR
1-0 Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa ('15 )
1-1 Sandra Dögg Bjarnadóttir ('40 )
1-2 Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('45 )
1-3 Sigríður Dröfn Auðunsdóttir ('47 )
2-3 Íris Sverrisdóttir ('50 , Mark úr víti)
2-4 Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('54 )

ÍR fór með sigur af hólmi í eina leik dagsins í 2. deild kvenna. Breiðhyltingar fóru í Hveragerði og mættu þar Hamri.

Það voru heimakonur sem byrjuðu betur og þær tóku forystuna eftir stundarfjórðung þegar Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa kom boltanum í netið.

ÍR skoraði hins vegar tvö mörk á besta tíma, rétt fyrir leikhlé; Sandra Dögg Bjarnadóttir skoraði fyrst og svo gerði Lovísa Guðrún Einarsdóttir annað markið. Sigríður Dröfn Auðunsdóttir kom ÍR-ingum í 1-3 stuttu eftir að seinni hálfleikurinn byrjaði.

Allt í einu var leikurinn bara orðinn að markaveislu því Íris Sverrisdóttir minnkaði muninn strax fyrir Hamar með marki úr vítaspyrnu, en stuttu eftir það skoraði Lovísa Guðrún Einarsdóttir og kom ÍR í 2-4.

Leikurinn róaðist eftir og náði ÍR að sigla sigrinum heim. ÍR er í öðru sæti með tíu stig og er liðið enn taplaust eftir fjóra leiki. Hamar er með eitt stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner