fim 16. júní 2022 18:22
Stefán Marteinn Ólafsson
Byrjunarlið Keflavíkur og Stjörnunnar: Adam og Jóhann snúa aftur
Adam Ægir í leik með Keflavík í sumar.
Adam Ægir í leik með Keflavík í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Jóhann Árni Gunnarsson.
Jóhann Árni Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besta deild karla er farin á fullt aftur eftir landsleikjahlé og níunda umferð gengin í garð þar sem heimamenn í Keflavík ætla að taka vel á móti Stjörnumönnum

Keflvíkingum gekk vel á móti Stjörnumönnum á síðasta tímabili og hafði sigur úr báðum viðreignum liðanna. Ætla má að Stjörnumenn vilji bæta fyrir það þetta tímabilið.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  2 Stjarnan

Bæði lið voru á flottu skriði fyrir landsleikjahlé og spurning hvort stoppið hafi nokkuð haft einhver teljandi áhrif á liðin.

Heimamenn í Keflavík gera eina breytingu á liði sínu frá sigurleiknum gegn ÍA. Patrik Johannesen, markahæsti leikmaður Keflavíkur, tekur út leikbann og munar um minna fyrir heimamenn þar en Adam Ægir Pálsson kemur í hans stað.

Gestirnir frá Garðabænum gera þá einnig eina breytingu á sínu liði frá sigrinum gegn ÍBV. Jóhann Árni Gunnarsson kemur inn fyrir Guðmund Baldvin Nökkvason.
Byrjunarlið Keflavík:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
10. Kian Williams
16. Sindri Þór Guðmundsson
17. Ivan Kaliuzhnyi
23. Joey Gibbs
24. Adam Ægir Pálsson
25. Frans Elvarsson
26. Dani Hatakka
28. Ingimundur Aron Guðnason

Byrjunarlið Stjarnan:
0. Haraldur Björnsson
4. Óli Valur Ómarsson
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
7. Eggert Aron Guðmundsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
9. Daníel Laxdal
11. Adolf Daði Birgisson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
22. Emil Atlason
24. Björn Berg Bryde
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner