Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 16. júlí 2022 18:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þetta hefði átt að vera víti og rautt spjald"
Vuk Oskar Dimitrijevic
Vuk Oskar Dimitrijevic
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það er kominn hálfleikur í leik FH og Víkings sem fram fer í Kaplakrika. Staðan er markalaus.

Strax eftir tæplega 10 mínútna leik komust FH-ingar í dauðafæri þar sem Vuk Oskar var kominn einn á móti marki en hitti ekki boltann.

„Frábær sending frá Björn Daníel á Steven Lennon sem vippar boltanum yfir Ingvar í markinu, en boltinn fer á hlið til Vuk Oskar sem getur potað boltanum inn í tómt mark, en nær ekki alveg snertingu á boltanum. Viktor Örlygur nær að sparka boltanum í burtu á línunni! Svakalegt færi fyrir FH!" Skrifaði Brynjar Óli Ágústsson í textalýsingunni á Fótbolta.net

Karl Friðleifur Gunnarsson náði að trufla Vuk og einhverjir telja að hann hafi ekki gert það löglega og Vuk hafi átt skilið að fá víti.

„Eftir að hafa séð nokkrar endursýningar verð ég sannfærðari og sannfærðari með það að Karl Friðleifur brjóti á Vuk," sagði Gummi Ben á Stöð 2 Sport.

„Manni sýnist það. Ég veit ekki hvort það spili inn í hjá dómaranum að hann þurfi að reka hann útaf, þetta er risa ákvörðun. Þetta hefði átt að vera víti og rautt spjald" sagði Reynir Leósson.


Athugasemdir
banner
banner
banner