Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 16. júlí 2024 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Matt Doherty og Carlton Morris gerðu sigurmörkin
Sevilla tapaði gegn suður-afrísku liði
Mynd: Wolves
Mynd: Getty Images
Ensku úrvalsdeildarfélagið Wolves og Luton úr Championship-deildinni kepptu æfingaleiki í dag og í gær og uppskáru nauma sigra.

Bakvörðurinn sókndjarfi Matt Doherty skoraði eina mark Wolves í 1-0 sigri gegn ítalska félaginu Como, sem er nýkomið upp í efstu deild þar í landi eftir rúmlega 20 ára fjarveru.

Daniel Podence fékk að líta rauða spjaldið í liði Úlfanna en lærisveinum Cesc Fábregas í Como tókst ekki að jafna metin.

Carlton Morris skoraði þá eina markið í sigri Luton, sem féll úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, gegn úkraínska félaginu Rukh Lviv.

Luton gat tvöfaldað forystuna skömmu eftir opnunarmarkið en Cauley Woodrow klúðraði af vítapunktinum.

Spænska félagið Sevilla tapaði þá óvænt gegn Orlando Pirates frá Suður-Afríku, áður en Napoli lagði Anaune að velli með fjórum mörkum gegn engu.

Leonardo Spinazzola sem er nýkominn til félagsins skoraði eina markið í fyrri hálfleik en Walid Cheddira, Gianluca Gaetano og Cyril Ngonge skoruðu í seinni hálfleik.

Wolves 1 - 0 Como
1-0 Matt Doherty ('61)
Rautt spjald: Daniel Podence, Wolves ('70)

Rukh Lviv 0 - 1 Luton Town
0-1 Carlton Morris ('16)
0-1 Cauley Woodrow, misnotað víti ('22)

Sevilla 0 - 2 Orlando Pirates
0-1 Miguel Timm ('22)
0-2 Kabelo Dlamini ('82)

Napoli 4 - 0 Anaune
1-0 Leonardo Spinazzola ('44)
2-0 Walid Cheddira ('53, víti)
3-0 Gianluca Gaetano ('57)
4-0 Cyril Ngonge ('74)
Athugasemdir
banner
banner
banner