Sóknartengiliðurinn Emile Smith Rowe er eftirsóttur þar sem ekkert pláss virðist vera fyrir hann í ógnarsterku byrjunarliði Arsenal.
Leikmaðurinn vill fá spiltíma og er Arsenal reiðubúið til að selja hann, en aðeins fyrir rétta upphæð.
Fulham og Crystal Palace eru meðal áhugasamra félaga en þau hafa bæði fengið tilboðum sínum í leikmanninn hafnað.
Bæði félög eru að íhuga að leggja fram endurbætt tilboð í leikmanninn, sem verður 25 ára í lok júlí og á tvö ár eftir af samningi sínum við Arsenal.
Smith Rowe er uppalinn hjá Arsenal en hefur aðeins fengið að spila 115 leiki fyrir félagið. Hann var lykilmaður upp yngri landslið Englands og á eitt mark í þremur leikjum fyrir A-landsliðið.
Smith Rowe átti tvær stoðsendingar á síðustu leiktíð en hann fékk aðeins að koma við sögu í 19 keppnisleikjum og var ekki nema fjórum sinnum í byrjunarliðinu.
Athugasemdir