Núna klukkan 17:00 hefst leikur Íslands og Póllands í undankeppni EM 2025.
Þetta er síðasti leikur Íslands í undankeppninni en stelpurnar okkar eru búnar að tryggja sér farseðilinn á EM. Þær eiga þó möguleika á að vinna riðil sinn með sigri í kvöld.
Þetta er síðasti leikur Íslands í undankeppninni en stelpurnar okkar eru búnar að tryggja sér farseðilinn á EM. Þær eiga þó möguleika á að vinna riðil sinn með sigri í kvöld.
Leikurinn fer fram á Zaglebiowski Park Sportowy í Sosnowiec í Póllandi. Um er að ræða heimavöll Zaglebie Sosnowiec sem var að falla í C-deild Pólland.
Það er orðið frekar algengt að fara á velli erlendis og hugsa með sér: „þessi völlur væri nú flottur sem þjóðarleikvangur Íslands".
Þannig er það svo sannarlega núna hér í Póllandi. Kannski í einhverjum draumaheimi mætti bara flytja þennan völl í Laugardalinn og mála sætin blá og hvít. En það er draumaheimur, en líklega verður ekki komin ný og betri aðstaða fyrir fótboltalandsliðin okkar fyrr en kannski á næstu öld. Jafnvel er það bjartsýni.
Völlurinn er glænýr en hann var opnaður í fyrra. Hér er líka innanhúsvöllur fyrir boltaíþróttir og íshokkíhús.
Fótboltavöllurinn tekur rúmlega 11 þúsund manns í sæti og arkitektúrinn er virkilega flottur. Hér er allt mjög nýtt, flott, ferskt og það er engin hlaupabraut.
Meðfylgjandi eru myndir frá vellinum en leikurinn hefst klukkan 17:00 og er í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir