þri 16. ágúst 2022 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Blackburn hafnaði 10 milljónum frá Nice
Mynd: Getty Images

Fabrizio Romano greindi frá því að OGC Nice hafði lagt fram 10 milljón punda tilboð í Ben Brereton Diaz, sóknarmann Blackburn Rovers og landsliðs Síle.


Brereton er 23 ára gamall og var lykilmaður í U19 landsliði Englendinga áður en hann valdi að spila fyrir Síle, þar sem hann á fjögur mörk í fimmtán landsleikjum.

Hann skoraði 22 mörk í 37 deildarleikjum með Blackburn í Championship á síðustu leiktíð og er kominn með tvö mörk og tvær stoðsendingar í þremur fyrstu leikjunum á nýju tímabili.

Sky Sports greinir frá því að Blackburn sé ekki reiðubúið til að selja Brereton fyrir 10 milljónir en sé í viðræðum við Nice sem er reiðubúið til að hækka tilboðið.

Nice er búið að krækja í menn á borð við Kasper Schmeichel og Aaron Ramsey í sumar og hefur áhuga á Edinson Cavani. Cavani er samningslaus og bíður eftir betra tilboði úr spænsku deildinni, ef það berst ekki gæti hann farið aftur í franska boltann. 

West Ham og Sevilla hafa einnig verið orðuð við Brereton sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Blackburn. Stjórn félagsins vill ekki selja hann enda er talsvert meira virði í því að nota hann til að hjálpa félaginu að komast upp í úrvalsdeildina þar sem fáránlegur sjónvarpspeningur bíður.


Athugasemdir
banner
banner
banner