Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   þri 16. ágúst 2022 22:08
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: M&M frammistaða hjá okkur í dag
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hrikalega ljúft, það er langt síðan við höfum unnið og þessi tilfinning er rosalega ljúf og risa stig. En það er nóg eftir og heljarinnar barátta framundan en þetta er eitthvað sem við getum byggt á.“
Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 3-2 sigur Keflavíkurkvenna á Aftureldingu í Mosfellsbæ en bið Keflavíkur eftir sigri hefur verið löng en síðast unnu þær Stjörnuna um miðjan júní þó vissulega hafi langt EM hlé verið á milli líka.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  3 Keflavík

Leikurinn í heild var kaflaskiptur mjög og eftir að Keflavík komst yfir eftir tuttugu mínútna leik fór heimakonum að vaxa ásmegin. Þær jöfnuðu svo fyrir hlé og komust yfir snemma í síðari hálfleik. Var farið aðm fara um Gunnar á bekknum í stöðunni 2-1 fyrir Aftureldingu?

„Já ég skal alveg viðurkenna það að það fór um mig. Við höfum oft ekki höndlað það vel að lenda undir og líka með Aftureldingu þar sem tveir síðustu sigrar hjá þeim eru eftir að þær skora snemma og ná að verjast vel. En risa hrós á stelpurnar að sýna risa karakter og að koma svona sterkar til baka.“

Keflavík fékk vítaspyrnu eftir um klukkustundar leik eftir að boltinn virtist fara í hönd varnarmanns Aftureldingar í teignum. Bekkurinn hjá Keflavík var vel á tánum og virtist vera með það á hreinu að um víti væri að ræða. Hvernig horfði atvikið við Gunnari?

„Já frá mínu sjónarhorni fer boltinn í hendina á henni og hún með hendina út frá líkamanum þannig að ég held að það sé ekki nokkur spurning. Þannig horfði þetta við mér og dómarinn hlýtur að hafa séð þetta vel og ég trúi ekki öðru en að þetta hafi verið hárrétt ákvörðun hjá honum.“

Sigurinn fleytir Keflavík í 13 stig og skapar liðinu smá andrými í baráttunni í neðri hluta deildarinnar. Hvernig sér Gunnar framhaldið?

„Við erum búin að vera í þessum 10 stigum í svolítin tíma en á einhvern hátt hangið í þessu sjöunda sæti. Smá andrými en þetta er fjarri því að vera búið. Þetta var svona M&M frammistaða hjá okkur í dag sem er svolítið innan okkar vébanda og við þurfum svona frammistöðu í hverjum einasta leik sem eftir er.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Í fyrri útgáfu fréttarinnar skrifaði fréttaritari upp úr viðtalinu að Gunnar hefði talað um Eminem frammistöðu. Eftir kurteisislega leiðréttingu frá Gunnari sjálfum skal það hér leiðrétt að um var að ræða sælgætið vinsæla M&M en ekki rapparann.
Athugasemdir
banner
banner