Ísland hefur leik í undankeppni HM kvenna á mánudag þegar liðið mætir Færeyjum á Laugardalsvelli.
Ísland er einnig með Þýskalandi, Tékklandi og Slóveníu í riðli.
Ísland er einnig með Þýskalandi, Tékklandi og Slóveníu í riðli.
„Það er alltaf spennandi að takast á við nýtt verkefni. Þetta er hörkuriðill og það verður spennandi að spila á móti þessum liðum," sagði Sif Atladóttir við Fótbolta.net.
Sif er spennt fyrir því að mæta Færeyjum í fyrsta leik.
„Það verður mjög spennandi að spila við þær. Ég þekki ekki leikmennina nógu vel en Færeyjar eru alltaf á leiðinni upp og það verður spennandi og gaman fyrir þær að koma hingað. Við ætlum að gera okkar til að klára okkar leik."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir