Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 16. september 2020 22:15
Anton Freyr Jónsson
Gunni Guðmunds: Ert ekki að fara fokka leiknum svona upp
Lengjudeildin
Gunnar Guðmundsson, þjálfari Þróttar
Gunnar Guðmundsson, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mikið vonbrigði. Við vorum alls ekki að spila vel í þessum leik, bara langt í frá. En þegar þú ert kominn með stöðuna 1-0 og ert búin að koma þér í góða stöðu að þá ertu ekki að fara fokka leiknum svona upp, það er alveg á hreinu og ég er mjög svekktur hvernig með hvernig við spiluðum sigrinum frá okkur." voru fyrstu viðbrögð Gunnars Guðmundssonar þjálfara Þróttar eftir 1-2 tap gegn Aftureldingu í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 Afturelding

Hvernig fannst Gunna leikurinn spilast?

„Eins og ég segi þá vorum við alls ekki að spila vel og Afturelding fékk fín færi til að skora í fyrri hálfleik og í byrjun seinni hálfleiks en síðan eftir að við skoruðum þá fannst mér við ná góðum tökum á leiknum en bara hrikalega klaufalegt á fá mark á sig úr skyndisókn þegar þú ert kominn í stöðuna 1-0 og seinna markið úr föstu leikatriði þannig þetta voru vonbrigði að hafa ekki sigld þessu ekki heim úr því sem komið var."

Þróttur Reykjavík komst yfir en náðu ekki að sigla sigrinum heim.

„Það sem kannski er þegar þú ert komin í stöðuna 1-0 þá ertu ekki að bjóða upp á skyndisóknir. Við eigum að vera miklu klókari í stöðunni 1-0, sama gerist á móti Magna í síðasta leik, þar vorum við komnir yfir og eigum að sigla svoleiðis leik heim en þá verða menn of ákafir og fara að ætla sér of mikið, gleyma sér og bjóða upp á að fá skyndisóknir á okkur sem á ekki að vera í boði og ég er drullu ósáttur við það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner