Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 16. september 2021 21:35
Brynjar Ingi Erluson
Fyrsta stoðsending Alberts - Sigur hjá Alfons
Albert Guðmundsson lagði upp fyrsta mark AZ
Albert Guðmundsson lagði upp fyrsta mark AZ
Mynd: Getty Images
Davíð Kristján er að spila vel í Noregi
Davíð Kristján er að spila vel í Noregi
Mynd: Davíð Kristján Ólafsson
Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson lagði upp fyrsta mark AZ Alkmaar í 2-2 jafnteflinu gegn danska liðinu Randers í Sambandsdeild Evrópu í kvöld.

Markið kom á 24. mínútu leiksins en Albert keyrði með boltann inn í teiginn, leit til baka og lagði hann út fyrir teiginn á Clasie sem skoraði með föstu skoti í hægra hornið.

Fyrsta stoðsending Alberts fyrir AZ á tímabilinu en hann fór síðan af velli á 77. mínútu leiksins.

Alfons Sampsted spilaði allan tímann í hægri bakverðinum hjá norska meistaraliðinu Bodö/Glimt sem vann Zorya, 3-1.

Rúnar Már Sigurjónsson var ekki í hóp hjá rúmenska liðinu Cluj sem tapaði fyrir Jablonec í Sambandsdeildinni, 1-0.

Þá var Ögmundur Kristinsson ekki í hópnum hjá Olympiakos í Evrópudeildinni er liðið vann Royal Antwerp frá Belgíu, 2-1. Kollegi hans, Elías Rafn Ólafsson, varði á meðan mark Midtjylland í 1-1 jafntefli gegn Ludogorets í sömu keppni.

Þrír Íslendingar voru í hópnum hjá FCK sem vann Slovan Bratislava, 3-1. Ísak Bergmann kom inná sem varamaður á 78. mínútu og átta mínútum síðar kom Andri Fannar Baldursson við sögu. Hákon Arnar Haraldsson sat allan tímann á bekknum.

Landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, lék þá allan leikinn er Al Arabi tapaði fyrir Al Duhail, 2-1, í úrvalsdeildinni í Katar. Þetta var annar leikur Al Arabi í deildinni og er liðið með þrjú stig.

Frábær frammistaða Davíðs

Davíð Kristján Ólafsson fór mikinn með Álasundi í norsku B-deildinni en hann lagði upp tvö mörk í 6-2 sigri á Grorud. Liðið er nú í 3. sæti deildarinnar með 35 stig eftir átján leiki.

Blikinn var í kjölfarið valinn í lið vikunnar í deildinni. Glæsileg vika hjá honum.

Hann er því kominn með fjórar stoðsendingar í B-deildinni á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner