,,Arnar var löngu búinn að segja mér að ég myndi klára mótið"
„Ótrúlega vel, alltaf jafn gaman. Það var ógeðslega gaman, erfiðar aðstæður og við gerðum vel að vera með vindi í fyrri hálfleik. Mér fannst það, fannst lægja aðeins í seinni hálfleik þannig það var þægilegt að vinna hlutkestið," sagði Þórður Ingason, markvörður bikarmeistara Víkings.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 1 KA
„Ég vissi fyrir KR leikinn að ég yrði í byrjunarliðinu, langt síðan ég vissi það. Þið (fjölmiðlamenn) voruð bara spá í þessu, Arnar var löngu búinn að segja mér að ég myndi klára mótið."
„Varnarlínan var geðveik, ótrúlegir leikmenn. Matti Vill kemur inn og stendur sig gjörsamlega frábærlega. Það er hægt að henda honum hvert sem er. Varnarleikurinn í sumar er heilt yfir búinn að vera geggjaður, engin undantekning á því í dag."
Þórður Ingason er 35 ára gamall og hefur marga fjöruna sopið á sínum ferli.
„Þetta er í annað skiptið sem ég spila og við vinnum. Það er bara geggjað. Bikartitlarnir eru orðnir fjórir núna og vonandi kemur Íslandsmeistaratitillinn líka. Þetta er bara draumi líkast að ná á þessum stigum ferilsins svona árangri, eitthvað sem manni hafði ekki órað fyrir. Maður á Víkingi og Arnari og öllum leikmönnunum þvílíkt mikið að þakka. Maður er hálf meyr, þetta er bara ótrúlegt," sagði Doddi.
Athugasemdir