Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   lau 16. september 2023 19:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Doddi hálf meyr: Óraði ekki fyrir að ná svona árangri þetta seint á ferlinum
,,Arnar var löngu búinn að segja mér að ég myndi klára mótið"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ótrúlega vel, alltaf jafn gaman. Það var ógeðslega gaman, erfiðar aðstæður og við gerðum vel að vera með vindi í fyrri hálfleik. Mér fannst það, fannst lægja aðeins í seinni hálfleik þannig það var þægilegt að vinna hlutkestið," sagði Þórður Ingason, markvörður bikarmeistara Víkings.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 KA

„Ég vissi fyrir KR leikinn að ég yrði í byrjunarliðinu, langt síðan ég vissi það. Þið (fjölmiðlamenn) voruð bara spá í þessu, Arnar var löngu búinn að segja mér að ég myndi klára mótið."

„Varnarlínan var geðveik, ótrúlegir leikmenn. Matti Vill kemur inn og stendur sig gjörsamlega frábærlega. Það er hægt að henda honum hvert sem er. Varnarleikurinn í sumar er heilt yfir búinn að vera geggjaður, engin undantekning á því í dag."


Þórður Ingason er 35 ára gamall og hefur marga fjöruna sopið á sínum ferli.

„Þetta er í annað skiptið sem ég spila og við vinnum. Það er bara geggjað. Bikartitlarnir eru orðnir fjórir núna og vonandi kemur Íslandsmeistaratitillinn líka. Þetta er bara draumi líkast að ná á þessum stigum ferilsins svona árangri, eitthvað sem manni hafði ekki órað fyrir. Maður á Víkingi og Arnari og öllum leikmönnunum þvílíkt mikið að þakka. Maður er hálf meyr, þetta er bara ótrúlegt," sagði Doddi.
Athugasemdir
banner