Delap undir smásjá Man Utd - Ederson á óskalista Man City - Verður Saliba sá dýrasti?
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
banner
   lau 16. september 2023 19:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Doddi hálf meyr: Óraði ekki fyrir að ná svona árangri þetta seint á ferlinum
,,Arnar var löngu búinn að segja mér að ég myndi klára mótið"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ótrúlega vel, alltaf jafn gaman. Það var ógeðslega gaman, erfiðar aðstæður og við gerðum vel að vera með vindi í fyrri hálfleik. Mér fannst það, fannst lægja aðeins í seinni hálfleik þannig það var þægilegt að vinna hlutkestið," sagði Þórður Ingason, markvörður bikarmeistara Víkings.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 KA

„Ég vissi fyrir KR leikinn að ég yrði í byrjunarliðinu, langt síðan ég vissi það. Þið (fjölmiðlamenn) voruð bara spá í þessu, Arnar var löngu búinn að segja mér að ég myndi klára mótið."

„Varnarlínan var geðveik, ótrúlegir leikmenn. Matti Vill kemur inn og stendur sig gjörsamlega frábærlega. Það er hægt að henda honum hvert sem er. Varnarleikurinn í sumar er heilt yfir búinn að vera geggjaður, engin undantekning á því í dag."


Þórður Ingason er 35 ára gamall og hefur marga fjöruna sopið á sínum ferli.

„Þetta er í annað skiptið sem ég spila og við vinnum. Það er bara geggjað. Bikartitlarnir eru orðnir fjórir núna og vonandi kemur Íslandsmeistaratitillinn líka. Þetta er bara draumi líkast að ná á þessum stigum ferilsins svona árangri, eitthvað sem manni hafði ekki órað fyrir. Maður á Víkingi og Arnari og öllum leikmönnunum þvílíkt mikið að þakka. Maður er hálf meyr, þetta er bara ótrúlegt," sagði Doddi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner