Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   mán 16. september 2024 23:35
Brynjar Ingi Erluson
Vinicius Junior í sögubækur Meistaradeildarinnar
Mynd: EPA
Brasilíumaðurinn Vinicius Jr hlaut í dag verðlaun fyrir frammistöðu sína í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð, en hann var besti leikmaðurinn í sigurliði Real Madrid.

Þessi 24 ára gamli sóknarmaður skoraði sex mörk og gaf fimm stoðsendingar í keppninni á síðasta tímabili.

Þar að auki gerði hann annað markið í 2-0 sigrinum á Borussia Dortmund í úrslitaleiknum.

UEFA hefur nú verðlaunað Vinicius fyrir en hann var valinn besti leikmaður keppninnar og valinn í úrvalslið tímabilsins.

Hann er sá fyrsti í sögunni til að vinna bæði sem besti leikmaður og besti ungi leikmaðurinn. Brassinn var valinn besti ungi leikmaðurinn tímabilið 2021/2022 þegar Real Madrid vann Liverpool í úrslitum.

Í ár var Jude Bellingham valinn besti ungi leikmaðurinn og þá var Kylian Mbappe markahæstur með átta mörk fyrir Paris Saint-Germain, en mörkin gætu eflaust orðið fleiri á þessu tímabili þar sem hann er genginn í raðir Evrópumeistara Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner