Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 16. október 2019 12:15
Magnús Már Einarsson
Barcelona fær mögulega ekki að fljúga - Gerðist síðast í Eyjafjallajökuls gosinu
Mynd: Getty Images
Barcelona gæti neyðst til að ferðast í rútu í útileik sinn gegn Eibar um helgina en ekki í flugi eins og vanalega. Mótmælendur í Katalóníu hafa mótmælt í kringum flugvöllinn í Barcelona undanfarna daga og það hefur haft mikil áhrif á flugumferð.

Barcelona gætu því neyðst til að fara í sex klukkutíma rútuferð í stað þess að fara í stutt flug í leikinn gegn Eibar.

Níu ár eru liðin síðan Barcelona gat ekki flogið í útileik en þá hafði askan úr eldgosinu í Eyjafjallajökli mikil áhrif á flugumferð í Evrópu.

Barcelona varð þá að fara í rútu í útileik gegn Inter á Ítalíu í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Barcelona tapaði 3-1 á Ítalíu og samanlagt 3-2.

Mótmælendur hafa verið áberandi í Barcelona undanfarna daga en þeir hafa verið að mótmæla fangelsisdómum leiðtoga aðskilnaðarsinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu.

Sjá einnig:
La Liga óskar eftir að færa El Clasico vegna mótmæla
Athugasemdir
banner
banner