Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fös 16. október 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Dyche skilur ekki af hverju Tarkowski er ekki í landsliðinu
Sean Dyche, stjóri Burnley, segist ekki skilja af hverju James Tarkowski er ekki í enska landsliðinu.

Tarkowski á tvo landsleiki að baki en hann var síðast valinn í landsliðið í mars 2019.

„Af og til gef ég álit mitt á þessum málum (landsliðsmálum) í fjölmiðlum," sagði Dyche.

„Ég er hissa á að James Tarkowski sé ekki valinn. Það kemur mér mikið á óvart."

Tarkowski var orðaður við West Ham og Leicester í sumar en Burnley vildi ekki selja.
Athugasemdir
banner
banner