Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mið 16. október 2024 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Daði efstur á óskalista Stjörnunnar
Á heimleið?
Á heimleið?
Mynd: Getty Images
Jón Daði á að baki 64 landsleiki.
Jón Daði á að baki 64 landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í íslenska slúðurpakkanum, sem birtur var fyrr í dag, er Jón Daði Böðvarsson orðaður við Stjörnuna.

Fótbolti.net fylgdi á eftir sögum síðustu daga og náði tali á Helga Hrannarri Jónssyni, formanni meistaraflokks ráðs karla hjá Stjörnunni.

„Jón Daði er frábær leikmaður og virkar á okkur sem góður og gegnheill drengur og það skiptir okkur miklu máli," segir Helgi.

„Allt atgervi hans og það sem hann gerði með landsliðinu leiðir til þess að hann sé leikmaður sem við viljum hafa í okkar hópi," bætti Helgi við sem tjáir sig sjaldnast opinberlega um sögusagnir tengdar Stjörnunni og ýtir svar hans undir að Jón Daði sé mjög ofarlega á óskalista Stjörnunnar.

Jón Daði er 32 ára sóknarmaður sem er án félags eftir að samningur hans við Bolton rann út í sumar. Hann lék síðast á Íslandi árið 2012, þá með uppeldisfélagi sínu Selfossi.
Athugasemdir